Innlent

Sykursjúkir í sjokki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sykursjúkir segjast sitja í sjokki og ekkert skilja í því hvernig frumvarp um breytingar á greiðsluþátttöku lyfjakostnaðar sem á að taka gildi þann 4. maí næstkomandi hafi orðið að veruleika.

Í orðsendingu sem ellefu manns með sykursýki, týpu eitt sendi fjölmiðlum, kemur fram að það sé sá hópur sem fari verst út úr breytingunum. Þær séu þungt högg fyrir alla með sykursýki 1, foreldra barna með sykursýki og ekki síst ung börn með sykursýki sem allt lífið munu greiða háar fjárhæðir fyrir insúlin.

Til að mótmæla þessum breytingum hafa tæplega 3.000 manns skrifað undir mótmæli gegn frumvarpinu. Búið er að kalla eftir fundi með forseta Íslands, tala við ráðherra, þingmenn og aðra háttsetta einstaklinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×