Innlent

Ætluðu að sprengja á Time Square

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Bræðurnir ætluðu ekki að láta staðar numið eftir tilræðið í Boston.
Bræðurnir ætluðu ekki að láta staðar numið eftir tilræðið í Boston.
Fram hefur komið, við yfirheyrslur á Dzhokhar Tsarnaev, að hann og bróðir hans hugðust leggja næst til atlögu á Times Square í New York, með sprengjum þar.

Dzhokhar, ásamt Tamerlain eldri bróður hans, stóð fyrir sprengingunum við Boston-maraþonið fyrir tæpum hálfum mánuði. Tamerlain lést í átökum við lögreglu eftir mikinn eltingarleik en hinn 19 ára Dzhokhar er á sjúkrahúsi, særður á hálsi. Hann svarar spurningum skriflega. Verði hann fundinn sekur um að hafa beitt gereyðingarvopnum á hann dauðarefsingu yfir höfði sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×