Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 18-20 | Fram leiðir einvígið 1-0 Stefán Árni Pálsson í DB Schenker-höllinni skrifar 29. apríl 2013 11:49 Fram bar sigur úr býtum, 20-18, gegn Haukum í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram að Ásvöllum í Hafnafirði. Sigurður Eggertsson var frábær í liði Framara og gerði 6 mörk. Sigurbergur Sveinsson skoraði einnig sex mörk fyrir Hauka. Leikurinn hófst heldur betur vel fyrir Framara og fóru þeir á kostum sóknarlega þar sem allt gekk upp. Eftir nokkrar mínútur var staðan orðin 6-2 fyrir gestina og útlitið gott. Haukar komu þá sterkir til baka og fóru loks að finna taktinn. Framarar voru samt ákveðnir og héldu Haukum alltaf þægilega langt frá sér í hálfleiknum en staðan í hálfleik var 11-8 fyrir Fram. Framarar dreifðu álaginu vel og voru það Jóhann Gunnar, Sigurður Eggertsson og Haraldur Þorvarðarson sem gerðu þrjú mörk hver í fyrri hálfleiknum. Safamýrapiltar með fína breidd og nýttu sér hana í fyrri hálfleiknum. Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust strax í sitt rétta form en staðan varð fljótlega 13-12 fyrir Fram og aðeins munaði einu marki. Framarar komu þá til baka og breyttu stöðunni á einu augabragði í 17-14. Framarar voru gríðarlega skynsamir í þeirra sóknaraðgerðum og biðu ávallt eftir góðu færi eftir langar sóknir oft á tíðum. Um tíma í síðari hálfleiknum áttu bæði lið erfitt með að skapa sér hættuleg færi og lítið um markaskor í leiknum almennt. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 20-16 fyrir Fram og það forskot létu þeir ekki af hendi. Fram skoraði reyndar ekki fleiri mörk í leiknum en unnu að lokum sigur 20-18. Safamýrapiltar leiða því einvígið 1-0. Siggi Eggerts: Viljum klára þetta 3-0 en gjaldkerinn verður ekki sáttur með það„Við ætluðum að stela einum hérna og frábært að ná því í fyrsta leik,“ sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn. „Við vorum virkilega slakir í sókninni en Fram er bara að verða frábært varnarlið. Við erum að halda þeim í kringum tuttugu mörkin á tímabilinu og það er fínt.“ „Þetta er að verða eins og í gamla daga hægur sóknarleikur og alvöru varnir. Það er planið að spila skynsamlega og bíða eftir færum.“ „Það er bara leikmenn í þessu liðið sem þora að skjóta hvenær sem er og menn þurfa oft að halda vel aftur af sér.“ „Það væri auðvitað bara draumurinn að klára þetta einvígi 3-0 en ég veit að gjaldkerinn okkar verður ekki sáttur við það, ég verð líklega samt í þessum búning allt einvígið,“ sagði Sigurður að lokum en treyjan hans var rifinn mikið í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Aron: Við vorum einfaldlega lélegir í kvöld„Mér fannst við bara spila virkilega illa í kvöld,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. „Þetta var heldur dapurt hjá okkur í kvöld, á löngum köflum. Við erum ekki að ná að skipuleggja okkur nægilega vel varnarlega og fáum síðan á okkur slæm mörk í kjölfarið.“ „Við vorum ekki að ná að undirbúa hverja sókn nægilega vel og þurftum að taka slæm skot, sem hafði það í för með sér að Fram var alltaf einu skrefi á undan okkur.“ „Við eigum hreinlega helling inni eftir þennan leik í kvöld. Ákvarðanataka okkar var slæmt í kvöld og menn ekki með á nótunum. Við þurfum að laga helling fyrir næsta leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron með því að ýta hér. Einar: Við erum ekkert að fara hoppa hæð okkar eftir þennan sigur„Ég vill lítið hugsað um þennan heimavallarrétt, það er bara næsti leikur og skiptir engu máli hvar hann fer fram,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Allir að tala um að leikurinn hafi ekki verið fallegur en ég er kannski ekki sammála því, vörn getur verið rosalega falleg í handbolta og menn mega ekki vanmeta það.“ „Ég efast stórlega að þessi leikir verði einhver sirkus og eins og margir skilgreina sem fallegan handbolta. Þetta eru lið sem þekkja hvort annað vel og þetta er úrslitakeppnin þar sem mikið er undir. Þannig verður þetta einvígi, mikil barátta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
Fram bar sigur úr býtum, 20-18, gegn Haukum í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram að Ásvöllum í Hafnafirði. Sigurður Eggertsson var frábær í liði Framara og gerði 6 mörk. Sigurbergur Sveinsson skoraði einnig sex mörk fyrir Hauka. Leikurinn hófst heldur betur vel fyrir Framara og fóru þeir á kostum sóknarlega þar sem allt gekk upp. Eftir nokkrar mínútur var staðan orðin 6-2 fyrir gestina og útlitið gott. Haukar komu þá sterkir til baka og fóru loks að finna taktinn. Framarar voru samt ákveðnir og héldu Haukum alltaf þægilega langt frá sér í hálfleiknum en staðan í hálfleik var 11-8 fyrir Fram. Framarar dreifðu álaginu vel og voru það Jóhann Gunnar, Sigurður Eggertsson og Haraldur Þorvarðarson sem gerðu þrjú mörk hver í fyrri hálfleiknum. Safamýrapiltar með fína breidd og nýttu sér hana í fyrri hálfleiknum. Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust strax í sitt rétta form en staðan varð fljótlega 13-12 fyrir Fram og aðeins munaði einu marki. Framarar komu þá til baka og breyttu stöðunni á einu augabragði í 17-14. Framarar voru gríðarlega skynsamir í þeirra sóknaraðgerðum og biðu ávallt eftir góðu færi eftir langar sóknir oft á tíðum. Um tíma í síðari hálfleiknum áttu bæði lið erfitt með að skapa sér hættuleg færi og lítið um markaskor í leiknum almennt. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 20-16 fyrir Fram og það forskot létu þeir ekki af hendi. Fram skoraði reyndar ekki fleiri mörk í leiknum en unnu að lokum sigur 20-18. Safamýrapiltar leiða því einvígið 1-0. Siggi Eggerts: Viljum klára þetta 3-0 en gjaldkerinn verður ekki sáttur með það„Við ætluðum að stela einum hérna og frábært að ná því í fyrsta leik,“ sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn. „Við vorum virkilega slakir í sókninni en Fram er bara að verða frábært varnarlið. Við erum að halda þeim í kringum tuttugu mörkin á tímabilinu og það er fínt.“ „Þetta er að verða eins og í gamla daga hægur sóknarleikur og alvöru varnir. Það er planið að spila skynsamlega og bíða eftir færum.“ „Það er bara leikmenn í þessu liðið sem þora að skjóta hvenær sem er og menn þurfa oft að halda vel aftur af sér.“ „Það væri auðvitað bara draumurinn að klára þetta einvígi 3-0 en ég veit að gjaldkerinn okkar verður ekki sáttur við það, ég verð líklega samt í þessum búning allt einvígið,“ sagði Sigurður að lokum en treyjan hans var rifinn mikið í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Aron: Við vorum einfaldlega lélegir í kvöld„Mér fannst við bara spila virkilega illa í kvöld,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. „Þetta var heldur dapurt hjá okkur í kvöld, á löngum köflum. Við erum ekki að ná að skipuleggja okkur nægilega vel varnarlega og fáum síðan á okkur slæm mörk í kjölfarið.“ „Við vorum ekki að ná að undirbúa hverja sókn nægilega vel og þurftum að taka slæm skot, sem hafði það í för með sér að Fram var alltaf einu skrefi á undan okkur.“ „Við eigum hreinlega helling inni eftir þennan leik í kvöld. Ákvarðanataka okkar var slæmt í kvöld og menn ekki með á nótunum. Við þurfum að laga helling fyrir næsta leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron með því að ýta hér. Einar: Við erum ekkert að fara hoppa hæð okkar eftir þennan sigur„Ég vill lítið hugsað um þennan heimavallarrétt, það er bara næsti leikur og skiptir engu máli hvar hann fer fram,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Allir að tala um að leikurinn hafi ekki verið fallegur en ég er kannski ekki sammála því, vörn getur verið rosalega falleg í handbolta og menn mega ekki vanmeta það.“ „Ég efast stórlega að þessi leikir verði einhver sirkus og eins og margir skilgreina sem fallegan handbolta. Þetta eru lið sem þekkja hvort annað vel og þetta er úrslitakeppnin þar sem mikið er undir. Þannig verður þetta einvígi, mikil barátta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti