Hraðaheimsmet blæjubíls Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2013 09:15 Topplaus Bugatti Veyron náði 408 km hraða. Fyrir stuttu svipti Guinness Book of Records Bugatti titlinum hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll heims vegna þess að átt hafði verið við Bugatti Veyron bílinn sem metið setti og hann því ekki eins og hver annar framleiðslubíll af þeirri gerð. Sviptingin fór mjög fyrir brjóstið á forsvarsmönnum Bugatti. Viðbrögð Bugatti við þessu var að reyna við enn eitt heimsmetið, þ.e. hraðskreiðasti blæjubíllinn. Heimsmetið náðist á topplausum Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse og hraðinn mældist 408,84 km/klst. Var bílnum ekið af Kínverjanum Anthony Liu á akstursbraut Volkswagen í Ehra-Lessian í Þýskalandi. Bugatti er eitt af mörgum merkjum í eigu Volkswagen samstæðunnar. Eintak af Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse kostar litlar 1.990.000 Evrur, eða ríflega 310 milljónir króna. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent
Topplaus Bugatti Veyron náði 408 km hraða. Fyrir stuttu svipti Guinness Book of Records Bugatti titlinum hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll heims vegna þess að átt hafði verið við Bugatti Veyron bílinn sem metið setti og hann því ekki eins og hver annar framleiðslubíll af þeirri gerð. Sviptingin fór mjög fyrir brjóstið á forsvarsmönnum Bugatti. Viðbrögð Bugatti við þessu var að reyna við enn eitt heimsmetið, þ.e. hraðskreiðasti blæjubíllinn. Heimsmetið náðist á topplausum Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse og hraðinn mældist 408,84 km/klst. Var bílnum ekið af Kínverjanum Anthony Liu á akstursbraut Volkswagen í Ehra-Lessian í Þýskalandi. Bugatti er eitt af mörgum merkjum í eigu Volkswagen samstæðunnar. Eintak af Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse kostar litlar 1.990.000 Evrur, eða ríflega 310 milljónir króna.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent