Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 28-24 Stefán Árni Pálsson í Mýrinni skrifar 14. apríl 2013 00:01 Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val. Valur byrjaði leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en það tók Stjörnuna rúmlega fimm mínútur að komast á blað. Stjarnan lét samt ekki slæma byrjun hafa áhrifa á leik sinn og breyttu stöðunni fljótlega í 3-3. Hálfleikurinn var virkilega spennandi eftir það og var staðan 11-10 fyrir Stjörnunni eftir 30 mínútur. Stjörnustúlkur voru virkilega ákveðnar í vörninni og agaðar í sínum sóknaraðgerðum. Þorgerður Anna Atladóttir dró vagninn fyrir Val en hún gerði fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Rakel Dögg Bragadóttir var einnig með fimm mörk fyrir Stjörnuna í hálfleiknum. Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótlega tökum á leiknum. Heimamenn sýndu frábæran varnarleik og sóknarleikurinn var sem fyrr agaður. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 17-14 fyrir Stjörnuna. Stjörnustúlkur héldum áfram uppteknum hætti og Jóna Margrét Ragnarsdóttir var frábæra undir lokin en hún skoraði mörg mikilvæg mörk. Leiknum lauk með góðum fjögra marka sigri Stjörnunnar 28-24 og þær jöfnuðu því einvígið 1-1. Skúli: Það gekk allt upp í dag„Ég er mjög sáttur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Við náðum að spila góða vörn allan leikinn sem við gerðum reyndar líka í fyrri hálfleiknum í síðasta leik.“ „Við náðum ekki að nýta okkur góða vörn í síðasta leik til að fá ódýr mörk úr hraðaupphlaupi en í dag gekk það upp.“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og það gekk í raun allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við ætlum okkur að leggja Val af velli í þessu einvígi þó við séum kannski eina fólkið á Íslandi sem hefur trú á því, þá er það markmiðið.“ Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu hér að ofan. Stefán: Þurfum að bæta allt sem kemur nálægt handbolta„Það er auðvitað ákveðin vonbrigði að tapa leiknum en Stjarnan var bara heilt yfir miklu betra liðið í þessum leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Stjarnan átti þennan sigur fyllilega skilið. Varnarleikur, sóknarleikur og hraðaupphlaup voru bara slök hjá okkur í dag.“ „Við vorum ekki að spila sem ein liðsheild og þá erum við oft á tíðum bara lélegar.“ „Við þurfum að fara í gegnum allt sem snýr að handbolta fyrir næsta leik og bæta margt.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Sjá meira
Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val. Valur byrjaði leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en það tók Stjörnuna rúmlega fimm mínútur að komast á blað. Stjarnan lét samt ekki slæma byrjun hafa áhrifa á leik sinn og breyttu stöðunni fljótlega í 3-3. Hálfleikurinn var virkilega spennandi eftir það og var staðan 11-10 fyrir Stjörnunni eftir 30 mínútur. Stjörnustúlkur voru virkilega ákveðnar í vörninni og agaðar í sínum sóknaraðgerðum. Þorgerður Anna Atladóttir dró vagninn fyrir Val en hún gerði fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Rakel Dögg Bragadóttir var einnig með fimm mörk fyrir Stjörnuna í hálfleiknum. Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótlega tökum á leiknum. Heimamenn sýndu frábæran varnarleik og sóknarleikurinn var sem fyrr agaður. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 17-14 fyrir Stjörnuna. Stjörnustúlkur héldum áfram uppteknum hætti og Jóna Margrét Ragnarsdóttir var frábæra undir lokin en hún skoraði mörg mikilvæg mörk. Leiknum lauk með góðum fjögra marka sigri Stjörnunnar 28-24 og þær jöfnuðu því einvígið 1-1. Skúli: Það gekk allt upp í dag„Ég er mjög sáttur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Við náðum að spila góða vörn allan leikinn sem við gerðum reyndar líka í fyrri hálfleiknum í síðasta leik.“ „Við náðum ekki að nýta okkur góða vörn í síðasta leik til að fá ódýr mörk úr hraðaupphlaupi en í dag gekk það upp.“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og það gekk í raun allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við ætlum okkur að leggja Val af velli í þessu einvígi þó við séum kannski eina fólkið á Íslandi sem hefur trú á því, þá er það markmiðið.“ Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu hér að ofan. Stefán: Þurfum að bæta allt sem kemur nálægt handbolta„Það er auðvitað ákveðin vonbrigði að tapa leiknum en Stjarnan var bara heilt yfir miklu betra liðið í þessum leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Stjarnan átti þennan sigur fyllilega skilið. Varnarleikur, sóknarleikur og hraðaupphlaup voru bara slök hjá okkur í dag.“ „Við vorum ekki að spila sem ein liðsheild og þá erum við oft á tíðum bara lélegar.“ „Við þurfum að fara í gegnum allt sem snýr að handbolta fyrir næsta leik og bæta margt.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Sjá meira