Golf

Svona fór Adam Scott að því að vinna Mastersmótið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ástralinn Adam Scott tryggði sér sigur á Mastersmótinu í gær eftir bráðabana á móti Argentínumanninum Angel Cabrera. Nú er hægt að sjá svipmyndir frá lokadeginum inn á Sjónvarpsvef Vísis eða með því að smella hér fyrir ofan.

Fyrir þá sem horfðu á útsendingu Stöð 2 Sport í gær er tilvalið að rifja stórkostlegan endakafla mótsins en fyrir þá sem misstu af er ekki seinna vænna en að sjá hvað allir golfáhugamenn eru að tala um í dag.

Adam Scott tryggði sér sigurinn á annarri umspilsholu gegn Cabrera. Flestir héldu að Scott hefði tryggt sér sigur með glæsilegum fugli á 18. holu en Cabrera tryggði sér umspilið eftir mögnuð tilþrif.

Umspilið var frábær skemmtun þar sem kylfingarnir voru hrikalega jafnir en Adam Scott tryggði sér græna jakkann með stórkostlegu pútti.

Mastersmótið í ár var frábær skemmtun og lokadagurinn var magnaður eins og sést vel í myndbandinu hér fyrir ofan.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.


Tengdar fréttir

Greg Norman hefur mikla trú á Adam Scott

Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til.

Adam Scott vann Masters eftir umspil

Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna.

Greg Norman á stóran þátt í titlinum

„Ég veit ekki hvernig þetta gerðist. Margt hefur breyst á tveimur árum,“ sagði Adam Scott. Nýbakaður sigurvegari á Masters átti erfitt með að koma tilfinningum í orð þegar græni jakkinn var í sjónmáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×