Greg Norman hefur mikla trú á Adam Scott Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2013 07:37 Adam Scott. Mynd/AP Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til. Greg Norman var tvisvar afar nálægt því að vinna Mastersmótið en varð að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Hinn 58 ára gamli Norman er búinn að tjá sig um sigur Adam Scott. „Það efuðust allir um að hann næði þessu en við kylfingarnir vissum að þetta kæmi hjá honum," sagði Greg Norman við BBC en þetta var fyrsti risatitill Adam Scott. Adam Scott er 32 ára gamall og hefur nú verið meðal átta efstu á þremur Mastersmótum í röð. Scott varð í 2. sæti 2011, í 8. sæti í fyrra og vann síðan mótið í gær. Scott varð í 2. sæti á opna breska mótinu í fyrra. „Ég held að hann eigi eftir að vinna fleiri risatitla en nokkur annar Ástrali," sagði Greg Norman. Greg Norman vann opna breska meistaramótið tvisvar (1986 og 1993) en metið á Peter Thomson sem vann fimm risatitla á árunum 1954 til 1965. Greg Norman varð aftur á móti átta sinnum í öðru sæti á risamótum þar af þrisvar sinnum á Mastersmótinu (1986, 1987 og 1996). Golf Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til. Greg Norman var tvisvar afar nálægt því að vinna Mastersmótið en varð að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Hinn 58 ára gamli Norman er búinn að tjá sig um sigur Adam Scott. „Það efuðust allir um að hann næði þessu en við kylfingarnir vissum að þetta kæmi hjá honum," sagði Greg Norman við BBC en þetta var fyrsti risatitill Adam Scott. Adam Scott er 32 ára gamall og hefur nú verið meðal átta efstu á þremur Mastersmótum í röð. Scott varð í 2. sæti 2011, í 8. sæti í fyrra og vann síðan mótið í gær. Scott varð í 2. sæti á opna breska mótinu í fyrra. „Ég held að hann eigi eftir að vinna fleiri risatitla en nokkur annar Ástrali," sagði Greg Norman. Greg Norman vann opna breska meistaramótið tvisvar (1986 og 1993) en metið á Peter Thomson sem vann fimm risatitla á árunum 1954 til 1965. Greg Norman varð aftur á móti átta sinnum í öðru sæti á risamótum þar af þrisvar sinnum á Mastersmótinu (1986, 1987 og 1996).
Golf Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira