Greg Norman hefur mikla trú á Adam Scott Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2013 07:37 Adam Scott. Mynd/AP Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til. Greg Norman var tvisvar afar nálægt því að vinna Mastersmótið en varð að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Hinn 58 ára gamli Norman er búinn að tjá sig um sigur Adam Scott. „Það efuðust allir um að hann næði þessu en við kylfingarnir vissum að þetta kæmi hjá honum," sagði Greg Norman við BBC en þetta var fyrsti risatitill Adam Scott. Adam Scott er 32 ára gamall og hefur nú verið meðal átta efstu á þremur Mastersmótum í röð. Scott varð í 2. sæti 2011, í 8. sæti í fyrra og vann síðan mótið í gær. Scott varð í 2. sæti á opna breska mótinu í fyrra. „Ég held að hann eigi eftir að vinna fleiri risatitla en nokkur annar Ástrali," sagði Greg Norman. Greg Norman vann opna breska meistaramótið tvisvar (1986 og 1993) en metið á Peter Thomson sem vann fimm risatitla á árunum 1954 til 1965. Greg Norman varð aftur á móti átta sinnum í öðru sæti á risamótum þar af þrisvar sinnum á Mastersmótinu (1986, 1987 og 1996). Golf Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til. Greg Norman var tvisvar afar nálægt því að vinna Mastersmótið en varð að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Hinn 58 ára gamli Norman er búinn að tjá sig um sigur Adam Scott. „Það efuðust allir um að hann næði þessu en við kylfingarnir vissum að þetta kæmi hjá honum," sagði Greg Norman við BBC en þetta var fyrsti risatitill Adam Scott. Adam Scott er 32 ára gamall og hefur nú verið meðal átta efstu á þremur Mastersmótum í röð. Scott varð í 2. sæti 2011, í 8. sæti í fyrra og vann síðan mótið í gær. Scott varð í 2. sæti á opna breska mótinu í fyrra. „Ég held að hann eigi eftir að vinna fleiri risatitla en nokkur annar Ástrali," sagði Greg Norman. Greg Norman vann opna breska meistaramótið tvisvar (1986 og 1993) en metið á Peter Thomson sem vann fimm risatitla á árunum 1954 til 1965. Greg Norman varð aftur á móti átta sinnum í öðru sæti á risamótum þar af þrisvar sinnum á Mastersmótinu (1986, 1987 og 1996).
Golf Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira