Mál leyfislausa Landspítalamannsins sagt grafalvarlegt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. apríl 2013 12:15 Elsa Björk Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál því hjúkrunarstarfið er mjög flókið og þarna er verið að sinna fárveiku fólki,“ segir Elsa Björk Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um það að starfsmaður krabbameinsdeildar Landspítalans hafi starfað þar í tvö ár án tilskilinna réttinda sem hjúkrunarfræðingur. „Í þessu starfi má ekkert út af bera og það er auðvitað bara algjörlega ólíðandi að aðrir en þeir sem hafa til þess tilskilin leyfi séu að sinna þessum störfum.“ Elsa segir málið hafa komið upp við reglubundna skoðun innanhúss hjá félaginu og hafi ábendingum um það verið komið til Landspítalans. „Við sáum að þarna var misræmi á milli innborgana. Það var greitt fyrir einstaklinginn hingað inn sem ber að gera samkvæmt lögum ef einhver tekur laun samkvæmt okkar kjarasamningi, en viðkomandi var ekki félagsmaður og hafði aldrei sýnt fram á hjúkrunarleyfi.“Einsdæmi hér á landi Elsa segir félagið leggja áherslu á það við stjórnendur heilbrigðisstofnana að ráða ekki aðra til hjúkrunarstarfa en hjúkrunarfræðinga. „Þá erum við bæði að vísa til hjúkrunarnema, læknanema, tannlæknanema og fleiri aðila, sem hafa verið ráðnir í stöðu hjúkrunarfræðinga og hafa auðvitað enga þekkingu, reynslu eða leyfi til að sinna þessum störfum.“ Elsa segist ekki muna eftir öðru sambærilegu dæmi hér á landi. „Ekki þar sem viðkomandi hafði ekki lokið tilskyldu námi. Það hefur komið upp í okkar athugunum að fólk hafi starfað sem hjúkrunarfræðingar án leyfis en þá hefur það verið þannig að fólk hafi ekki sótt um leyfi að loknu námi, en svo hefur það verið leiðrétt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég man eftir að viðkomandi hafi bara alls ekkert lokið hjúkrunarfræðinámi og þar af leiðandi ekki haft rétt á því að fá hjúkrunarleyfi.“ Tengdar fréttir Próflaus í tvö ár á Landspítala Landspítalinn hefur komist að því að starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans hefur starfað þar í tvö ár án þess að hafa tilskilin réttindi sem hjúkrunarfræðingur. Honum var umsvifalaust sagt upp störfum. 17. apríl 2013 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál því hjúkrunarstarfið er mjög flókið og þarna er verið að sinna fárveiku fólki,“ segir Elsa Björk Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um það að starfsmaður krabbameinsdeildar Landspítalans hafi starfað þar í tvö ár án tilskilinna réttinda sem hjúkrunarfræðingur. „Í þessu starfi má ekkert út af bera og það er auðvitað bara algjörlega ólíðandi að aðrir en þeir sem hafa til þess tilskilin leyfi séu að sinna þessum störfum.“ Elsa segir málið hafa komið upp við reglubundna skoðun innanhúss hjá félaginu og hafi ábendingum um það verið komið til Landspítalans. „Við sáum að þarna var misræmi á milli innborgana. Það var greitt fyrir einstaklinginn hingað inn sem ber að gera samkvæmt lögum ef einhver tekur laun samkvæmt okkar kjarasamningi, en viðkomandi var ekki félagsmaður og hafði aldrei sýnt fram á hjúkrunarleyfi.“Einsdæmi hér á landi Elsa segir félagið leggja áherslu á það við stjórnendur heilbrigðisstofnana að ráða ekki aðra til hjúkrunarstarfa en hjúkrunarfræðinga. „Þá erum við bæði að vísa til hjúkrunarnema, læknanema, tannlæknanema og fleiri aðila, sem hafa verið ráðnir í stöðu hjúkrunarfræðinga og hafa auðvitað enga þekkingu, reynslu eða leyfi til að sinna þessum störfum.“ Elsa segist ekki muna eftir öðru sambærilegu dæmi hér á landi. „Ekki þar sem viðkomandi hafði ekki lokið tilskyldu námi. Það hefur komið upp í okkar athugunum að fólk hafi starfað sem hjúkrunarfræðingar án leyfis en þá hefur það verið þannig að fólk hafi ekki sótt um leyfi að loknu námi, en svo hefur það verið leiðrétt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég man eftir að viðkomandi hafi bara alls ekkert lokið hjúkrunarfræðinámi og þar af leiðandi ekki haft rétt á því að fá hjúkrunarleyfi.“
Tengdar fréttir Próflaus í tvö ár á Landspítala Landspítalinn hefur komist að því að starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans hefur starfað þar í tvö ár án þess að hafa tilskilin réttindi sem hjúkrunarfræðingur. Honum var umsvifalaust sagt upp störfum. 17. apríl 2013 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Próflaus í tvö ár á Landspítala Landspítalinn hefur komist að því að starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans hefur starfað þar í tvö ár án þess að hafa tilskilin réttindi sem hjúkrunarfræðingur. Honum var umsvifalaust sagt upp störfum. 17. apríl 2013 07:00