Viðskipti innlent

Björgólfur Thor hafði betur gegn Vilhjálmi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Bjarnason er að reyna að afla sér gagna um háttsemi eigenda Landsbankans.
Vilhjálmur Bjarnason er að reyna að afla sér gagna um háttsemi eigenda Landsbankans. Mynd/ GVA.
Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, tapaði gagnaöflunarmáli sem hann höfðaði gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Úrskurðurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vilhjálmur hefur safnað gögn um Landsbankann í þeim tilgangi að undirbúa mögulega hópmálssókn á hendur fyrrverandi eigendum bankans reynist gögn málsins sýna að háttsemi þeirra hafi verið saknæm og bótaskyld. Björgólfur var einn stærsti eigandi bankans í gegnum eignarhaldsfélög sín.

Vegna þessarar fyrirhuguðu málshöfðunar ákvað Vilhjálmur að höfða gagnaöflunarmál, það er að leita heimildar frá héraðsdómi til þess að leiða vitni fyrir dóminn til þess að afla sönnunargagna sem geta ráðið úrslitum um hvort rétt sé að höfða skaðabótamál.

Úrskurðað var í þessu gagnaöflunarmáli í dag. Dómurinn hafnaði kröfu Vilhjálms á þeirri forsendu að þær sakir sem bornar væru á Björgólf Thor vörðuðu refsivert hátterni. Vitnamál verði ekki notuð til þess að afla gagna í refsimálum.

Niðurstaðan verður kærð til Hæstaréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×