Mini selt 500.000 bíla í Bandaríkjunum 5. apríl 2013 11:15 Hátt í 70.000 Mini seljast nú á ári hverju í Bandaríkjunum Mini hefur rutt brautina fyrir sölu smárra bíla vestanhafs. Í vikunni seldi Mini, sem er í eigu BMW, bíl númer 500.000 frá því Mini hóf að selja bíla aftur í Bandaríkjunum árið 2002. Þessi ágæta sala spannar því 11 ár, en fyrsta árið seldi Mini aðeins 24.590 bíla þar. Á síðasta ári seldi Mini hinsvegar 66.123 bíla og hefur því nær þefaldað sölu sína. Bílgerðunum sem Mini býður viðskiptavinum sínum hefur líka fjölgað mjög á seinni árum. Telja þeir nú, auk hefðbundinnar Cooper gerðar hans, Clubman, Countryman, Coupe, Roadster og Paceman, auk Hardtop og blæjugerðar bílsins smáa. Segja má að góðar viðtökur Mini bílsins hafi rutt brautina fyrir aðrar gerðir smábíla sem einnig hefur verið vel tekið vestanhafs, eins og Fiat 500, Ford Fiesta og Chevrolet Aveo. Svo smáir bílar voru einfaldlega ekki til sölu í Bandaríkjunum fyrir örfáum árum. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent
Mini hefur rutt brautina fyrir sölu smárra bíla vestanhafs. Í vikunni seldi Mini, sem er í eigu BMW, bíl númer 500.000 frá því Mini hóf að selja bíla aftur í Bandaríkjunum árið 2002. Þessi ágæta sala spannar því 11 ár, en fyrsta árið seldi Mini aðeins 24.590 bíla þar. Á síðasta ári seldi Mini hinsvegar 66.123 bíla og hefur því nær þefaldað sölu sína. Bílgerðunum sem Mini býður viðskiptavinum sínum hefur líka fjölgað mjög á seinni árum. Telja þeir nú, auk hefðbundinnar Cooper gerðar hans, Clubman, Countryman, Coupe, Roadster og Paceman, auk Hardtop og blæjugerðar bílsins smáa. Segja má að góðar viðtökur Mini bílsins hafi rutt brautina fyrir aðrar gerðir smábíla sem einnig hefur verið vel tekið vestanhafs, eins og Fiat 500, Ford Fiesta og Chevrolet Aveo. Svo smáir bílar voru einfaldlega ekki til sölu í Bandaríkjunum fyrir örfáum árum.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent