Rafdrifinn Lotus Exige frá Detroit Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2013 14:30 Er 3,7 sekúndum í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fáir kannast eflaust við bílafyrirtækið Detroit Electric, en það framleiddi 13.000 rafmagnsbíla í byrjun síðustu aldar, en hvarf svo hressilega undir radarinn. Nú hefur Detroit Electric aftur hafið framleiðslu rafmagnsbíal og hér sést þeirra fyrsta afurð í langan tíma, SP:01. Eins og glögglega sést er þessi rafmagnsbíll byggður á Lotus Exige og er ástæða þess sú að sá sem nú endurvekur Detroit Electric, Albert Lam, var einn af yfirmönnum Lotus. Detroit Electric ætlar að framleiða 2.500 svona bíla á ári sem tryggir 180 manns vinnu. Detroit Electric ætlar þó ekki að láta þar við sitja því 2 nýjar gerðir bíla verða kynntar á næsta ári.Léttur, snöggur og hraðskreiðurSP:01 er með yfirbyggingu úr koltrefjum og í innréttingunni ber mest á enn meiri koltrefjum og svörtu leðri. Bíllinn verður enginn aukvisi því hann kemst í hundraðið á 3,7 sekúndum og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Bíllinn er með tvær 37 kWh rafhlöður sem senda 201 hestafl til afturhjóla bílsins og hann á að komast 290 km á fullri rafhleðslu. Það mun taka ríflega 4 klukkutíma að fullhlaða rafhlöðurnar. SP:01 bíllinn er léttur og vegur aðeins 1.090 kíló, en það skýrir að hluta til snerpu hans og drægni. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent
Er 3,7 sekúndum í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fáir kannast eflaust við bílafyrirtækið Detroit Electric, en það framleiddi 13.000 rafmagnsbíla í byrjun síðustu aldar, en hvarf svo hressilega undir radarinn. Nú hefur Detroit Electric aftur hafið framleiðslu rafmagnsbíal og hér sést þeirra fyrsta afurð í langan tíma, SP:01. Eins og glögglega sést er þessi rafmagnsbíll byggður á Lotus Exige og er ástæða þess sú að sá sem nú endurvekur Detroit Electric, Albert Lam, var einn af yfirmönnum Lotus. Detroit Electric ætlar að framleiða 2.500 svona bíla á ári sem tryggir 180 manns vinnu. Detroit Electric ætlar þó ekki að láta þar við sitja því 2 nýjar gerðir bíla verða kynntar á næsta ári.Léttur, snöggur og hraðskreiðurSP:01 er með yfirbyggingu úr koltrefjum og í innréttingunni ber mest á enn meiri koltrefjum og svörtu leðri. Bíllinn verður enginn aukvisi því hann kemst í hundraðið á 3,7 sekúndum og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Bíllinn er með tvær 37 kWh rafhlöður sem senda 201 hestafl til afturhjóla bílsins og hann á að komast 290 km á fullri rafhleðslu. Það mun taka ríflega 4 klukkutíma að fullhlaða rafhlöðurnar. SP:01 bíllinn er léttur og vegur aðeins 1.090 kíló, en það skýrir að hluta til snerpu hans og drægni.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent