Range Rover þakinn 57.412 smápeningum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2013 11:30 Á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Hvar annarsstaðar gera menn svona en í Arabalöndunum? Ekki skortir þar að minnsta kosti fé til þessháttar hluta, en eiganda þessa Range Rover munaði lítið um þær 57.412 smámyntir sem þekja ytra byrði hans. Smámyntirnar eru frá Qatar, Kuwait, Oman og Saudi Arabíu og fá fánar þeirra þjóða einnig sess viðsvegar um bílinn. Ekki fylgir sögunni hversu mikið hann þyngist við þennan gjörning, en það hlýtur að vera umtalsvert. Niðurstaðan er hinsvegar einn alljótasti Range Rover sem sögur fara af og mikil synd að fara svona með fallegan bíl. En á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Í myndskeiðinu hér að ofan má virða betur fyrir sér afrakstur þessarar sérstæðu límingarvinnu. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent
Á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Hvar annarsstaðar gera menn svona en í Arabalöndunum? Ekki skortir þar að minnsta kosti fé til þessháttar hluta, en eiganda þessa Range Rover munaði lítið um þær 57.412 smámyntir sem þekja ytra byrði hans. Smámyntirnar eru frá Qatar, Kuwait, Oman og Saudi Arabíu og fá fánar þeirra þjóða einnig sess viðsvegar um bílinn. Ekki fylgir sögunni hversu mikið hann þyngist við þennan gjörning, en það hlýtur að vera umtalsvert. Niðurstaðan er hinsvegar einn alljótasti Range Rover sem sögur fara af og mikil synd að fara svona með fallegan bíl. En á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Í myndskeiðinu hér að ofan má virða betur fyrir sér afrakstur þessarar sérstæðu límingarvinnu.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent