Endurheimtu fyrsta bílinn Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2013 09:49 Sonur aldraðra hjóna færði þeim hann aftur í 60 ára brúðkaupsafmælisgjöf. Það muna líklega allir eftir fyrsta bílnum sem þeir eignuðust og böndin sem við hann mynduðust. Það var einmitt raunin með Joe og Beverly Smith frá Bandaríkjunum, en þeirra fyrsti bíll var 1948 árgerð af Plymouth blæjubíl sem þeim þótti afar kært um. Hann var í eigu þeirra er þau giftust en urðu að láta frá sér bílinn þegar Joe var sendur sem hermaður í Kóreustríðið. Það má vel ímynda sér fögnuð þeirra hjóna er sonur þeirra færði þeim aftur samskonar bíl á 60 ára brúðkaupsafmæli hjónanna. Það var þó enginn hægðarleikur að finna slíkan bíl en hann fannst engu að síður hjá 81 árs gömlum manni í Indiana sem var aðeins annar eigandi af bílnum. Sonurinn keypti bílinn og kom honum í fullkomið ástand áður en hann gaf foreldrum sínum hann. Í myndskeiðinu hér að ofan, sem hæglega snertir viðkvæmustu taugar, sést þegar gömlu hjónin endurheimta draumabílinn. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent
Sonur aldraðra hjóna færði þeim hann aftur í 60 ára brúðkaupsafmælisgjöf. Það muna líklega allir eftir fyrsta bílnum sem þeir eignuðust og böndin sem við hann mynduðust. Það var einmitt raunin með Joe og Beverly Smith frá Bandaríkjunum, en þeirra fyrsti bíll var 1948 árgerð af Plymouth blæjubíl sem þeim þótti afar kært um. Hann var í eigu þeirra er þau giftust en urðu að láta frá sér bílinn þegar Joe var sendur sem hermaður í Kóreustríðið. Það má vel ímynda sér fögnuð þeirra hjóna er sonur þeirra færði þeim aftur samskonar bíl á 60 ára brúðkaupsafmæli hjónanna. Það var þó enginn hægðarleikur að finna slíkan bíl en hann fannst engu að síður hjá 81 árs gömlum manni í Indiana sem var aðeins annar eigandi af bílnum. Sonurinn keypti bílinn og kom honum í fullkomið ástand áður en hann gaf foreldrum sínum hann. Í myndskeiðinu hér að ofan, sem hæglega snertir viðkvæmustu taugar, sést þegar gömlu hjónin endurheimta draumabílinn.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent