Innlent

Hjól af Strætó losnaði og olli tjóni á nærliggjandi bílum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
„Þetta er enn þá dálítið í óljóst, en það hefur væntanlega eitthvað brotnað," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., en svo virðist sem dekk hafi brotnað undan Strætó á Miklubrautinni um klukkan níu í morgun með þeim afleiðingum að dekkið olli tjóni á nærliggjandi bílum.

Strætóinn var staddur á gatnamótum Miklubrautar og Kringlubrautar þegar óhappið varð. Dekkið skoppaði af stað og rakst meðal annars í hlið tveggja bíla og skemmdi nokkuð. Reynir segist ekki treysta sér til þess að meta skaðann en segir upphæðirnar fljótar að telja í svona tilvikum.

„Það sem skiptir mestu máli er að enginn slasaðist," segir Reynir en verið er að flytja strætisvagninn í höfuðstöðvar Strætó þar sem farið verður yfir það sem gerðist. Reynir áréttar að strangt eftirlit er með dekkjunum og festingar skoðaðar daglega. Hann segist ekki kunna skýringar á þessu, en það verði fundið út úr því hversvegna þetta gerðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×