Innlent

Skýrsla um Guðmundar- og Geirfinnsmálin kynnt í næstu viku

Samsett mynd.
Skýrsla um Guðmundar- og Geirfinnsmálin verður kynnt í næstu viku. Þetta segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og formaður nefndar sem unnið hefur að skýrslunni.

Pressan greinir frá því í dag að niðurstöðu hafi verið skilað og að í þeim komi meðal annars fram að Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segi játningar sakborninga í málinu vera falskar.

„Skýrslan verður ekki tilbúin fyrr en í næstu viku og ég veit ekki hvaðan Pressan hefur heimildir sínar. Þetta er alveg úr lausu lofti gripið," segir Arndís, og segist ekki geta tjáð sig um hvort efni skýrslunnar sé líkt og Pressan greinir frá.

„Ég get að sjálfsögðu ekki tjáð mig um skýrslu sem er ekki tilbúin, en niðurstöður verða kynntar í næstu viku, um leið og skýrslan verður tilbúin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×