Innlent

Ekki hlutverk flugfélaganna að leggja mat á lögmæti varnings

Mynd úr safni.
„Það er auðvitað alltaf ástæða til þess ef fólk er að fara með vörur og verðmæti að það kynni sér lög og reglur um flutning," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, að Íslendingar séu greinilega ekki nógu upplýstir um forn- og menningarminjalög, og vísar þar til máls Davíðs Arnar Bjarnasonar, Íslendings sem situr í tyrknesku fangelsi vegna gruns um að hafa reynt að smygla fornminjum úr landi, til umræðu.

Var Guðjón spurður hvort flugfélögin mættu ef til vill brýna reglur um flutning fyrir farþegum sínum.

„Ég þekki þetta mál ekki sérstaklega, en flugfélög setja fyrst og fremst takmarkanir um magn og rúm og ætlast auðvitað til þess að fólk fari að lögum að öllu leyti. En það er í raun ekki flugfélaganna að leggja mat á það hvað teljist lögmætur varningur og hvað ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×