Innlent

Mary Luz verður orðin Íslendingur í lok vikunnar

Mary Luz í sjónvarpsþættinum Masterchef.
Mary Luz í sjónvarpsþættinum Masterchef.
„Hún verður orðin Íslendingur í vikulok," segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, en nú er ljóst að Mary Luz, sem er frá Kólumbíu, fái ríkisborgararétt.

Mary var hafnað í desember um ríkisborgararétt en að sögn Björgvin lágu lögmætar ástæður að baki því á þeim tíma. Nú hefur þeirri ástæðu þó verið rutt úr vegi, og því ekkert til fyrirstöðu að veita henni ríkisborgararétt að sögn Björgvins.

Mary sigraði hjörtu Íslendinga í matreiðsluþættinum Masterchef fyrr í vetur. Hún sigraði þó ekki í þættinum. Henni bauðst aftur á móti starf lærlings hjá Vox í kjölfarið þar sem hún starfar við eldamennsku.

Viðbúið er að listi með hennar nafni, og nokkrum fleiri, verði samþykktur á þingi á næstu dögum. Björgvin segist þó ekki geta lofað hvenær sú afgreiðsla fer fram enda hafi hann ekki dagskrávald á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×