Innlent

Drukkinn skipstjóri handtekinn við komuna til landsins

Gissur Sigurðsson skrifar
Skógarfoss er leiguskip Eimskips.
Skógarfoss er leiguskip Eimskips.
Drukkinn skipstjóri á Skógarfossi, leiguskipi Eimskips, var handtekinn við komuna til Sundahafnar á þriðjudag. Hann verður leiddur fyrir dómara í dag og að líkindum sektaður og sviptur skipstjórnarréttindum.

Þegar hafnsögumaður kom um borð í Skógarfoss úti á sundum á þriðjudag, við komuna frá Ameríku, þótti honum skipstjórinn vera í annarlegu ásatndi og megna áfengislykt leggja af honum. Hafnsögumaðurinn tók þegar alla stjórn í sínar hendur og hafði samband við land, og varð úr ráði að lögregla handtæki skipstjórann, strax og skipið legðist að bryggju. Lögregla fór svo með hann í blóðsýnatöku og svo til yfirheyrslu, en vegna ástands skipstjórans var lítið á henni að græða svo honum var stungið í fangageymslu og yfirheyrður á þriðjudag, þegar af honum var runnið.

Síðan gaf lögregla út ákæru fyrir skipstjórn undir áhrifum áfengis, og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi í dag. Skógarfoss er hinsvegar lagður af stað til Ameríku eftir lítilsháttar tafir við að útvega íslenskan skipstjóra. Eimskip hefur skipið á leigu og hefur þegar gert athugasemdir við leigusalan vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×