Skúli Magnússon: Dómarar þurfa að standa í lappirnar gagnvart ákæruvaldinu 14. mars 2013 14:30 Skúli Magnússon hefur meðal annars setið sem dómari hjá EFTA „Það er verið að fjalla um málið eins og köttur sem fer í kringum heitan graut, því spurningin er hvort dómarar geti staðið í lappirnar gagnvart rannsakanda opinbers máls," sagði Skúli Magnússon héraðsdómari á hádegisfundi Lögmannafélags Íslands þar sem rætt var sérstaklega um ógnir sem steðjuðu að trúnaðarsambandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Og það er ekki að ósekju að lögmenn séu hugsi vegna þessa en nokkur dómsmál á undanförnum árum hafa gengið nokkuð alvarlega inn á trúnað lögmanna og skjólstæðinga þeirra að mati Lögmannafélagsins. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður hélt framsögu ræðu um málið á hádegisfundi Lögmannafélagsins sem var haldinn á Grand Hóteli. Þar tiltók hann fjögur dæmi sem hann taldi sýna fram á að sótt væri harkalega að trúnaði lögmanna og skjólstæðinga. Nýjasta málið eru orðaskipti á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um hleranir á samtölum lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Þá var lögmanni gert skylt að afhenda upplýsingar um skjólstæðinga sína og þá sem höfðu haft samband við hann vegna PIP brjóstapúðamálsins svokallaða á síðasta ári. Fleiri dæmi voru nefnd, meðal annars víðtækar leitarheimildir á lögmannsstofunni Logos árið 2009. Á fundinum var enginn fulltrúi hins opinbera sem hélt ræðu um málið. Skúli var gestur og tók til máls sem slíkur. Hann benti meðal annars á að það væru hugsanlega ekki alltaf reynslumestu dómararnir í héraðsdómum landsins sem tækju afstöðu til beiðna ákæruvaldsins. „Það væri ágætt að fá fleiri lögmenn í héraðsdóm eins og það þarf fleiri lögmenn í Hæstarétt," sagði Skúli og tók þá að hluta undir innlegg Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem sagði vanta lögfræðinga með reynslu af lögmannsstörfum í Hæstarétt Íslands. Síðar kom í ljós að á fundinum var fulltrúi ríkissaksóknara. Það var Daði Kristjánsson sem ávarpaði fundin stuttlega og sagði embættið tilbúið að vinna með Lögmannafélaginu að úrbótum vegna þessara álitamála. Meðal þess sem Reimar lagði til var að ríkissaksóknari ásamt dómstólaráði og Lögmannafélagi Íslands fyndu leið til þess að koma á sannfærandi eftirliti með eyðingu hlerunargagna á milli lögmanns og skjólstæðings. Eins lagði hann til að fulltrúi Lögmannafélags Íslands væri viðstaddur ef aftur kæmi til slíkra aðstæðna að húsleit yrði framkvæmd á lögmannsstofu. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Það er verið að fjalla um málið eins og köttur sem fer í kringum heitan graut, því spurningin er hvort dómarar geti staðið í lappirnar gagnvart rannsakanda opinbers máls," sagði Skúli Magnússon héraðsdómari á hádegisfundi Lögmannafélags Íslands þar sem rætt var sérstaklega um ógnir sem steðjuðu að trúnaðarsambandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Og það er ekki að ósekju að lögmenn séu hugsi vegna þessa en nokkur dómsmál á undanförnum árum hafa gengið nokkuð alvarlega inn á trúnað lögmanna og skjólstæðinga þeirra að mati Lögmannafélagsins. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður hélt framsögu ræðu um málið á hádegisfundi Lögmannafélagsins sem var haldinn á Grand Hóteli. Þar tiltók hann fjögur dæmi sem hann taldi sýna fram á að sótt væri harkalega að trúnaði lögmanna og skjólstæðinga. Nýjasta málið eru orðaskipti á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um hleranir á samtölum lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Þá var lögmanni gert skylt að afhenda upplýsingar um skjólstæðinga sína og þá sem höfðu haft samband við hann vegna PIP brjóstapúðamálsins svokallaða á síðasta ári. Fleiri dæmi voru nefnd, meðal annars víðtækar leitarheimildir á lögmannsstofunni Logos árið 2009. Á fundinum var enginn fulltrúi hins opinbera sem hélt ræðu um málið. Skúli var gestur og tók til máls sem slíkur. Hann benti meðal annars á að það væru hugsanlega ekki alltaf reynslumestu dómararnir í héraðsdómum landsins sem tækju afstöðu til beiðna ákæruvaldsins. „Það væri ágætt að fá fleiri lögmenn í héraðsdóm eins og það þarf fleiri lögmenn í Hæstarétt," sagði Skúli og tók þá að hluta undir innlegg Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem sagði vanta lögfræðinga með reynslu af lögmannsstörfum í Hæstarétt Íslands. Síðar kom í ljós að á fundinum var fulltrúi ríkissaksóknara. Það var Daði Kristjánsson sem ávarpaði fundin stuttlega og sagði embættið tilbúið að vinna með Lögmannafélaginu að úrbótum vegna þessara álitamála. Meðal þess sem Reimar lagði til var að ríkissaksóknari ásamt dómstólaráði og Lögmannafélagi Íslands fyndu leið til þess að koma á sannfærandi eftirliti með eyðingu hlerunargagna á milli lögmanns og skjólstæðings. Eins lagði hann til að fulltrúi Lögmannafélags Íslands væri viðstaddur ef aftur kæmi til slíkra aðstæðna að húsleit yrði framkvæmd á lögmannsstofu.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira