Innlent

"Söluferli Perlunnar eitt klúður frá upphafi"

Perlan
Perlan
Sjálfstæðismenn eru afar ósáttir með að fá ekki að sjá minnisblað sem þeir telja hafa að geyma mikilvægar upplýsingar kaup Reykjavíkurborgar á Perlunni.

„Borgarfulltrúar fá ekki einu sinni skjalið afhent í trúnaði. Af hverju vill meirihlutinn ekki að borgarfulltrúar sjái þetta skjal? Ég hef aldrei lent í því áður að umbeðin gögn séu ekki kynnt borgarfulltrúum, a.m.k. í trúnaði ef þau mega ekki koma fyrir almannasjónir," segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi.

Náttúruminjasafn Íslands fékk varanlegt húsnæði í Perlunni í gær þegar skrifað var undir samning um leigu á aðstöðu. Kjartan minnir á að Perlan hafi ekki verið byggð sem náttúruminjasafn og telur að breytingar verði dýrar og kostnaðurinn lendi á borginu.

Kjartan telur að á minnisblaðinu sé að finna mikilvægar upplýsingar um afhendingaröryggi hitaveitunnar. Þær skipti miklu máli þegar borgarfulltrúar taka afstöðu til langtímaleigu á hitaveitugeymi undir Náttúruminjasafn.

Þá gerir Kjartan athugasemdir við að kaupverðið á Perlunni, 950 milljónir króna, sé hið sama og einkaaðili bauð í bygginguna síðastliðið sumar án fyrirvara um skipulagsbreytinga. Reykjavíkurborg eigi 93,5 prósenta hlut í Orkuveitinni og því aðeins um að ræða flutning fjár úr einum vasa borgarinnar í annan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×