Handbolti

Medvedi skellti Kiel

Alfreð Gíslason var ekki alveg nógu ánægður með sína menn í dag.
Alfreð Gíslason var ekki alveg nógu ánægður með sína menn í dag.
Evrópumeistarar Kiel máttu sætta sig við sjaldséð tap, 37-35, í fyrri leiknum gegn rússneska liðinu Chekhovski Medvedi í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Rússarnir voru ívið sterkari í fyrri hálfleik og voru yfir allan hálfleikinn. Kiel hleypti þeim þó aldrei of langt fram úr sér og munurinn tvö mörk í leikhléi, 19-17.

Kiel steig upp í síðari hálfleik og náði fljótlega yfirhöndinni. Eftir það héldust liðin í hendur. Þegar átta mínútur lifðu leiks náði rússneska liðið þriggja marka forskoti, 34-31.

Rússarnir fengu tækifæri til þess að loka leiknum með fjögurra marka sigri en misstu boltann og Kiel skoraði úr hraðaupphlaupi.

Niðurstaðan tveggja marka sigur, 37-35, sem gerir síðari leikinn mjög spennandi.

Sergei Gorbok skoraði 10 mörk fyrir Medvedi og Momir Ilic gerði slíkt hið sama fyrir Kiel.

Íslendingarnir voru frábærir í liði Kiel. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk í átta skotum og Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp og fiska víti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×