Innlent

Drukkni skipstjórinn viðurkenndi sekt sína

Gissur Sigurðsson skrifar
Rússneski skipstjórinn, sem var handtekinn í Sundahöfn á þriðjudag, fyrir að hafa siglt Skógafossi til landsins undir áhrifum áfengis, viðurkenndi sekt sína fyrir dómara í gær. Hann hlaut 250 þúsund króna sekt og var sviptur skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði. Hann hélt heim á leið að réttarhödlum loknum, en Skógafoss er á leið til Ameríku, með íslenskan skipstjóra. Rússinn var svo ölvaður við komuna til landsins, að lögregla gat ekki tekið af honum skýrslu, en geymdi hann yfir nótt í fangageymslu þar til af honum rann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×