"Búin að upplifa nýja tilfinningu gagnvart mávum" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2013 09:45 „Maður veit aldrei hvernig svona hlutir fara. Ég fann mjög fljótlega þegar ég steig á svið að fólk var að taka mér vel og ég fékk flottar einkunnir frá dómnefndinni. Það gaf í skyn að við værum að fara í toppslaginn," segir söngkonan Hera Björk sem stóð uppi sem sigurvegari með lag ársins í Vina del Mar keppninni. Hera var í viðtali hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun og greinilega í skýjunum með sigurinn glæsilega. „Þetta var bara æðislegt. Maður er búinn að upplifa alveg nýja tilfinningu gagnvart mávum verð ég að segja," segir Hera Björk og hlær. Verðlaunagripurinn sem Heru hlotnaðist var einmitt silfurmávur. Auk þess fékk hún 35 þúsund dollara í sinn hlut eða rúmar fjórar milljónir króna. „Þetta er alveg heilagur fugl hérna í Vina del Mar. Er í bæjarmerkinu og allt," segir Hera Björk sem hefur notið lífsins í Suður-Ameríku. „Þetta er búið að vera tveggja vikna vinna en rosalega gaman. Ég hef unnið og kynnst æðislegu fólki. Nú er maður kominn með bransamálið á spænsku," segir Hera og hlær. „Maður kann að segja ýmislegt. Maður lærir hægt og rólega hvað maður þarf að kunna til þess að koma sér áfram," segir Hera. Hún telur líklegt að hún sé fyrsti keppandinn frá Norðurlöndum í sögu keppninni. „Ég er allavega sú fyrsta frá Íslandi. Þeir eru rosalega forvitnir um Ísland og vita ekki alveg hvar það er á jarðarkringlunni," segir Hera Björk. Að sögn Heru voru mörg frábær lög í keppninni og samkeppnin mikil. „Lagið frá Panama er mjög flott, ekta Bylgjulag. Svo var „power-ballaða" frá Ameríku sem límdist á heilann á manni. Æðislega falleg ballaða frá Venesúela. Bara mjög flott og fambærileg lög úr öllum áttum," segir Hera Björk sem reiknar með því að nýta sér meðbyrinn í kjölfar sigursins. „Það mun koma í ljós. Við ætlum að nýta tækifærið sem við erum komin með í hendurnar. Með allan þennan fjölda fólks sem var að horfa, um hundrað milljónir horfðu á keppnina og að standa uppi sem sigurvegari gerir það að verkum að lagið er að fara í mikla spilun hérna," segir Hera Björk sem er strax farin að hugsa næstu skref. „Við eigum fullt af flottum lögum. Bæði á ég gömul lög og svo bara íslensk lög, gamlar fallegar íslenskar perlur, sem hægt er að syngja á spænsku og gera eitthvað skemmtilegt með í samstarfi við íslenska lagahöfunda," segir Hera Björk. Tengdar fréttir Hera Björk vann söngvakeppnina í Chile Hera Björk vann verðlaunin lag ársins í Vina del Mar söngvakeppninni í Chile. En það eru stærstu verðlaun keppninnar. Fékk Hera 35.000 dollara í sinn hlut auk veglegrar styttu. 1. mars 2013 07:49 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
„Maður veit aldrei hvernig svona hlutir fara. Ég fann mjög fljótlega þegar ég steig á svið að fólk var að taka mér vel og ég fékk flottar einkunnir frá dómnefndinni. Það gaf í skyn að við værum að fara í toppslaginn," segir söngkonan Hera Björk sem stóð uppi sem sigurvegari með lag ársins í Vina del Mar keppninni. Hera var í viðtali hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun og greinilega í skýjunum með sigurinn glæsilega. „Þetta var bara æðislegt. Maður er búinn að upplifa alveg nýja tilfinningu gagnvart mávum verð ég að segja," segir Hera Björk og hlær. Verðlaunagripurinn sem Heru hlotnaðist var einmitt silfurmávur. Auk þess fékk hún 35 þúsund dollara í sinn hlut eða rúmar fjórar milljónir króna. „Þetta er alveg heilagur fugl hérna í Vina del Mar. Er í bæjarmerkinu og allt," segir Hera Björk sem hefur notið lífsins í Suður-Ameríku. „Þetta er búið að vera tveggja vikna vinna en rosalega gaman. Ég hef unnið og kynnst æðislegu fólki. Nú er maður kominn með bransamálið á spænsku," segir Hera og hlær. „Maður kann að segja ýmislegt. Maður lærir hægt og rólega hvað maður þarf að kunna til þess að koma sér áfram," segir Hera. Hún telur líklegt að hún sé fyrsti keppandinn frá Norðurlöndum í sögu keppninni. „Ég er allavega sú fyrsta frá Íslandi. Þeir eru rosalega forvitnir um Ísland og vita ekki alveg hvar það er á jarðarkringlunni," segir Hera Björk. Að sögn Heru voru mörg frábær lög í keppninni og samkeppnin mikil. „Lagið frá Panama er mjög flott, ekta Bylgjulag. Svo var „power-ballaða" frá Ameríku sem límdist á heilann á manni. Æðislega falleg ballaða frá Venesúela. Bara mjög flott og fambærileg lög úr öllum áttum," segir Hera Björk sem reiknar með því að nýta sér meðbyrinn í kjölfar sigursins. „Það mun koma í ljós. Við ætlum að nýta tækifærið sem við erum komin með í hendurnar. Með allan þennan fjölda fólks sem var að horfa, um hundrað milljónir horfðu á keppnina og að standa uppi sem sigurvegari gerir það að verkum að lagið er að fara í mikla spilun hérna," segir Hera Björk sem er strax farin að hugsa næstu skref. „Við eigum fullt af flottum lögum. Bæði á ég gömul lög og svo bara íslensk lög, gamlar fallegar íslenskar perlur, sem hægt er að syngja á spænsku og gera eitthvað skemmtilegt með í samstarfi við íslenska lagahöfunda," segir Hera Björk.
Tengdar fréttir Hera Björk vann söngvakeppnina í Chile Hera Björk vann verðlaunin lag ársins í Vina del Mar söngvakeppninni í Chile. En það eru stærstu verðlaun keppninnar. Fékk Hera 35.000 dollara í sinn hlut auk veglegrar styttu. 1. mars 2013 07:49 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Hera Björk vann söngvakeppnina í Chile Hera Björk vann verðlaunin lag ársins í Vina del Mar söngvakeppninni í Chile. En það eru stærstu verðlaun keppninnar. Fékk Hera 35.000 dollara í sinn hlut auk veglegrar styttu. 1. mars 2013 07:49