Bílar

Leaf kemur í sumar

Finnur Thorlacius skrifar
Yfir 100 breytingar hafa verið gerðar á bílnum frá síðustu kynslóð.

Nissan Leaf er mest seldi rafmagnsbíll í heimi og hafa 50.000 bílar þegar verið seldir. Söluumboð Nissan á Íslandi, BL, hefur ekki boðið þennan bíl í sölu fram að þessu, en það mun breytast nú í sumar. Nissan Leaf hefur lækkað verulega í verði og gerðar hafa verið á honum yfir 100 breytingar frá síðustu kynslóð hans og meðal annars mun akstursdrægni hans hafa verið aukin úr 175 kílómetrum í 199. Nýi bíllinn mun kosta kringum 5,5 milljónir króna.

Nissan Leaf hlaut fyrstur allra rafbíla hinn eftirsótta titil „Bíll ársins". Hingað til hefur hefur þessi mest seldi rafbíll í heimi eingöngu verið framleiddur í Japan en framleiðslan verður nú færð til Evrópu fyrir evrópskan markað en meira en 100 mismunandi endurbætur hafa verið gerðar á annari kynslóð af honum. Umbæturnar eru t.a.m. aukin drægni með endurbættum rafhlöðum og stýribúnaði fyrir rafbúnaðinn, aðbúnaður farþega og ökumanns hefur verið bættur á margan hátt með meira rými og auknu úrvali aukahluta sem staðalbúnaðar. Hleðslubúnaður hefur verið endurbættur auk þess sem hleðslutími hefur verið styttur og nú er hægt að velja um um 6.6 Kw hleðslu. Leaf er nú fáanlegur í fleiri gerðum en hingað til hafa verið í boði og loftmótstaða bílsins hefur verið bætt enn frekar sem skilar sér í betri nýtingu rafmagns.

Athugasemdir frá viðskiptavinum Leaf hafa verið hvatinn af mörgum breytingum sem gerðar hafa verið á bílnum en notendur Leaf eru ánægðasti hópurinni í ánægjukönnunum Nissan fyrir allar gerðir Nissan bíla með meira en 93% skor. Til viðbótar þessum athugasemdum frá eigendum gefur Telematic samkiptakerfi sem er hluti af móðurtölvu bílsins frá sér gagnlegar upplýsingar um hvernig bíllinn bregst við ýmsum aðstæðum auk þess sem viðskiptavinir Leaf geta stjórnað hleðslu og hitastigi bílsins með fjarstýringu í gegnum sama samskiptakerfi.

Árangur Leaf á heimsvísu á þeim tveim árum sem hann hefur verið í sölu sýnir svo ekki verður um villst að markaður fyrir rafbíla til daglegra nota stækkar óðum og fleiri og fleiri fjölskyldur og fyrirtæki vilja láta til sín taka, með afgerandi hætti í baráttunni við loftlagsbreytingar og lækkun CO2 útblásturs. Hann hefur hlotið verðlaunin World Car of the Year 2011, 5 stjörnur NCAP 2012 fyrir heildaröryggi, 10 Best Engines árið 2010 og Popular Mechanics veitti honum Breakthrough Award 2010.

Nýi bíllinn er rýmri og þægilegri í akstri og kemst fleiri kílómetra á hleðslunni en eldri gerðin auk sem að á ýmsum mörkuðum verður hægt að hlaða rafgeyminn á einungis helming þess tíma sem tók að hlaða eldri gerðina. Mesta einstaka breytingin á nýja bílnum er sennilega fullkomlega sambyggð drifrás þar sem búið er að splæsa saman hleðslubúnaðnum og rafmótornum í eina heild. 80kW rafmótor er tengdur við 48 eininga Lithium-ion rafhlöðu sem hönnuð er af Nissan og staðsett er undir farþegarýminu til að lækka sem mest þyngdarpunkt bílsins. Með því að færa hleðslutenginguna frá afturhluta bílsins og fram á húdd bílsins náðist að stækka farangursgeymsluna um 40 lítra sem er u.þ.b. stærðin á venjulegri ferðatösku. Farangursrýmið er því núna 370 lítrar eða svipað og í venjulegum fólksbíl sömu stærðar.

Breytingar á hita og loftræstikerfi eru að mestu fólgnar í nýjum hitara sem kemur í stað eldri PTC Cermic hitara. Þessi breyting dregur úr notkun rafmagns og skilar sér í meiri drægni. Breytingin hentar best þar sem notendur þurfa mikið að reyða sig á hita og loftræstikerfið eins og ætla má að sé raunin hér heima. Með breytingum á hönnun sem drógu úr loftmótstöðu náðist að lækka vindstuðulinn úr 0.29 Cd í 0.28 Cd. Nýr Leaf er gefinn upp með drægni upp á 199 km samkvæmt nýjum Evrópu staðli (NEDC) en var áður 175 km. Í endurbættri útgáfu af Carwing staðsetningarbúnaðinum frá Nissan geta notendur tengst bílnum með snjallsíma og stjórnað hitastigi, loftræstibúnaði auk þess að fá ýmsar upplýsingar um hleðslu, vegalengd á næstu hleðslustöð og margt fleira.

Það eina sem ekki hefur breyst að neinu ráði eru öryggisatrið bílsins sem eru þau sömu og voru í eldri gerð sem fékk 5 stjörnur, fyrstur allra rafbíla, í árekstrarprófunum NCAP í Bandaríkjunum. Leaf er með fram-, hliðar-, og gardínuloftpúðar auk ABS hemla, EDB hjálparátak á hemlum og ESP stöðuleikastýringu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×