Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Akureyri Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 2. mars 2013 00:01 vísir/stefán ÍR marði eins marks sigur á Akureyri í háspennu leik í Breiðholtinu í dag 20-19. ÍR náði þar með fimm stiga forskoti á Akureyri í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni þegar þrjár umferðir eru eftir. Gríðarleg spenna var í leiknum. ÍR náði í tvígang þriggja marka forystu, á elleftu mínútu og aftur á 34. mínútu en Akureyri náði að vinna upp forskotið í bæði skiptin og jafna leikinn. ÍR var yfir nánast allan leikinn. Akureyri var á undan í 3-2 og komst í 18-17 þegar ellefu mínútur voru eftir en því svaraði ÍR með þremur mörkum í röð. Akureyri minnkaði muninn í 20-19 þegar fimm mínútur voru eftir en hvorugu liðinu tókst að skora á síðustu fimm mínútum leiksins og fögnuðu ÍR-ingar innilega í leikslok. Bæði lið spiluðu góða vörn lengst af leiknum en fátt var um fína drætti í sóknarleiknum. Akureyri skoraði 9 mörk úr hraðaupphlaupum og aðeins tíu úr uppstilltum sóknarleik en ÍR náði að skora 15 mörk á teig og þar skildi á milli í lokin. Markvarsla liðanna var ekki eins og hún hefur verið best en Kristófer Fannar Guðmundsson var engu að síður hetja ÍR því hann varði tvö síðust skot Akureyri í leiknu, bæði úr góðum færum. Það munaði mikið um það hjá Akrureyri að einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu, Bergvin Gíslason, meiddist á öxl og gat lítið beitt sér í sókninni en harkaði af sér í vörninni. Bjarki: Akureyri átti ekki mikinn séns gegn vörninni„Mér fannst barátta í liðinu frá fyrstu til síðustu mínútu. Það voru hnökrar á sóknarleiknum. Hann gekk ekki alveg fannst mér. Varnarlega spiluðum við mjög vel á löngum köflum. Þegar við náðum að stilla upp í vörn áttu Akureyringarnir ekki mikinn séns. Það sem var að drepa okkur var sóknarleikurinn og þessi hröðu upphlaup sem við fáum á okkur,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari Akureyri. „Við setjum þá fimm stigum á eftir okkur og erum komnir langleiðina með fjórða sætið en það er ekkert tryggt í þessu. Það eru þrír leikir eftir og nóg eftir. „Þegar við komumst til baka í vörnina skoruðu Akureyringar ekki mikið en sóknarleikurinn var vægast sagt ekki góður. Menn voru staðir og við vorum í raun hættir að sækja á markið undir lokin og menn voru bara að senda á milli og þá er ekki furða á að höndin komi upp og leikur okkar riðlist. Þetta þurfum við til að fara í gegnum. „Akureyringar voru snöggir til baka og við fengum ekki mörg hraðaupphlaup þó við höfum fengið einhver. Við eigum að geta mun betur hraðaupphlaupslega séð og ég er með þannig leikmenn í liðinu sem er fljótir fram. Við þurfum vinna í því. Þessi leikur verður skoðaður aftur og það fljótlega,“ sagði Bjarki en ÍR og Akureyri mæta til leiks í bikarúrslitahelginni um næstu helgi og gætu mæst í úrslitaleik. Bjarni: Stoltur af mínu liði„Það var restin sem skildi á milli. Þeir nýttu sín færi og við klúðruðum tveimur í restina. Og þá var þetta búið,“ sagði Bjarni Fritzson annar tveggja spilandi þjálfara Akureyrar en hann lék með liðinu á ný eftir meiðsli. „Þetta var hnífjafn leikur allan leikinn og ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við mætum frábæru ÍR liði og mínir menn stóðu sig mjög vel og ég get ekki beðið um neitt meira. Við gáfum allt sem við gátum. „Við fáum gott færi undir lokin og markmaðurinn þeirra ver það vel. Í raun er ekkert meira um það að segja. „Við höldum áfram að berjast. Við getum tölfræðilega ennþá komist í úrslitakeppnina og við getum tölfræðilega ennþá fallið. Það er því um nóg að keppa hjá okkur. Núna fer deildin bara í pásu og við einbeitum okkur að bikarnum og það er ekkert nema jákvætt um það að segja. Það er nóg framundan hjá okkur. „Þetta er orðið langsótt því þetta var hálfgerður úrslitaleikur um að komast í úrslitakeppnina. Menn seldu sig dýrt og það er ekkert sem maður getur kvartað yfir hjá strákunum,“ sagði Bjarni að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
ÍR marði eins marks sigur á Akureyri í háspennu leik í Breiðholtinu í dag 20-19. ÍR náði þar með fimm stiga forskoti á Akureyri í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni þegar þrjár umferðir eru eftir. Gríðarleg spenna var í leiknum. ÍR náði í tvígang þriggja marka forystu, á elleftu mínútu og aftur á 34. mínútu en Akureyri náði að vinna upp forskotið í bæði skiptin og jafna leikinn. ÍR var yfir nánast allan leikinn. Akureyri var á undan í 3-2 og komst í 18-17 þegar ellefu mínútur voru eftir en því svaraði ÍR með þremur mörkum í röð. Akureyri minnkaði muninn í 20-19 þegar fimm mínútur voru eftir en hvorugu liðinu tókst að skora á síðustu fimm mínútum leiksins og fögnuðu ÍR-ingar innilega í leikslok. Bæði lið spiluðu góða vörn lengst af leiknum en fátt var um fína drætti í sóknarleiknum. Akureyri skoraði 9 mörk úr hraðaupphlaupum og aðeins tíu úr uppstilltum sóknarleik en ÍR náði að skora 15 mörk á teig og þar skildi á milli í lokin. Markvarsla liðanna var ekki eins og hún hefur verið best en Kristófer Fannar Guðmundsson var engu að síður hetja ÍR því hann varði tvö síðust skot Akureyri í leiknu, bæði úr góðum færum. Það munaði mikið um það hjá Akrureyri að einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu, Bergvin Gíslason, meiddist á öxl og gat lítið beitt sér í sókninni en harkaði af sér í vörninni. Bjarki: Akureyri átti ekki mikinn séns gegn vörninni„Mér fannst barátta í liðinu frá fyrstu til síðustu mínútu. Það voru hnökrar á sóknarleiknum. Hann gekk ekki alveg fannst mér. Varnarlega spiluðum við mjög vel á löngum köflum. Þegar við náðum að stilla upp í vörn áttu Akureyringarnir ekki mikinn séns. Það sem var að drepa okkur var sóknarleikurinn og þessi hröðu upphlaup sem við fáum á okkur,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari Akureyri. „Við setjum þá fimm stigum á eftir okkur og erum komnir langleiðina með fjórða sætið en það er ekkert tryggt í þessu. Það eru þrír leikir eftir og nóg eftir. „Þegar við komumst til baka í vörnina skoruðu Akureyringar ekki mikið en sóknarleikurinn var vægast sagt ekki góður. Menn voru staðir og við vorum í raun hættir að sækja á markið undir lokin og menn voru bara að senda á milli og þá er ekki furða á að höndin komi upp og leikur okkar riðlist. Þetta þurfum við til að fara í gegnum. „Akureyringar voru snöggir til baka og við fengum ekki mörg hraðaupphlaup þó við höfum fengið einhver. Við eigum að geta mun betur hraðaupphlaupslega séð og ég er með þannig leikmenn í liðinu sem er fljótir fram. Við þurfum vinna í því. Þessi leikur verður skoðaður aftur og það fljótlega,“ sagði Bjarki en ÍR og Akureyri mæta til leiks í bikarúrslitahelginni um næstu helgi og gætu mæst í úrslitaleik. Bjarni: Stoltur af mínu liði„Það var restin sem skildi á milli. Þeir nýttu sín færi og við klúðruðum tveimur í restina. Og þá var þetta búið,“ sagði Bjarni Fritzson annar tveggja spilandi þjálfara Akureyrar en hann lék með liðinu á ný eftir meiðsli. „Þetta var hnífjafn leikur allan leikinn og ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við mætum frábæru ÍR liði og mínir menn stóðu sig mjög vel og ég get ekki beðið um neitt meira. Við gáfum allt sem við gátum. „Við fáum gott færi undir lokin og markmaðurinn þeirra ver það vel. Í raun er ekkert meira um það að segja. „Við höldum áfram að berjast. Við getum tölfræðilega ennþá komist í úrslitakeppnina og við getum tölfræðilega ennþá fallið. Það er því um nóg að keppa hjá okkur. Núna fer deildin bara í pásu og við einbeitum okkur að bikarnum og það er ekkert nema jákvætt um það að segja. Það er nóg framundan hjá okkur. „Þetta er orðið langsótt því þetta var hálfgerður úrslitaleikur um að komast í úrslitakeppnina. Menn seldu sig dýrt og það er ekkert sem maður getur kvartað yfir hjá strákunum,“ sagði Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira