Helgin með barninu - afþreying 2. mars 2013 11:14 Lára G. Sigurðardóttir læknir og Sigríður A. Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur höfundar bókarinnar Útivist og afþreying fyrir börn og heimasíðunnar www.fyrirborn.is gáfu okkur leyfi til að birta frábærar hugmyndir fyrir barnafólk. Dagsferð með fjölskyldunni er góð leið til að styrkja fjölskylduböndin. Að spjalla saman um daginn og veginn, skoða nýja staði og upplifa ógleymanleg ævintýri skilur eftir sig góðar minningar.Langi þig að skeppa úr bænum um helgina er stutt keyra í Borgarnes sem er áhugaverður staður fyrir alla fjölskylduna. Margir keyra í gegnum bæinn á lengri ferðum en gefa sér sjaldan tíma til að staldra við og skoða sig um. Bærinn sem er afar fallegur og friðsæll hefur að geyma þekkta sögustaði úr Egilssögu. Ferðin tekur aðeins um klukkustund aðra leið í bíl. Einnig er hægt að taka strætisvagn (sjá www.bus.is).Við skruppumí Borgarnes með börnin okkar sem eru á aldrinum 5-10 ára og getum hiklaust mælt með ferð þangað. Þeir staðir sem stóðu upp úr að okkar mati og barnanna voru Landnámssetrið, Bjössaróló, fjaran við leikvöllinn, Skallagrímsgarður og sundlaugin. Upplagt er að leggja bílnum og rölta á milli staðanna sem eru allir í göngufæri.Í Landnámssetri Íslands eru tvær sýningar. Annars vegar er landnámssagan rakin og hins vegar kynnast gestir Egilssögu. Hægt er að fá hljóðleiðsögn sem er sniðin fyrir börn frá fjögurra ára aldri. Landnámssýningin er mjög lifandi og fróðleg og heldur hljóðleiðsögnin athygli barnanna allan tímann. Sem dæmi þá fannst börnunum mjög spennandi að fá að standa upp í stafni sem líkti eftir ölduhreyfingu og skoða beinagrind Hrafna-Flóka. Egilssaga er kennd í skólum og því gaman fyrir börnin að kynnast hinum litríka Agli Skalla-Grímssyni og söguslóðum hans á sjónrænan hátt. Sýningarnar eru opnar frá kl. 11-17 að vetri til.Eftir fróðlega heimsókn á safnið er tilvalið að fara í stuttan göngutúr meðfram ströndinni á Bjössaróló sem er skammt frá safninu. Bjössaróló hefur verið kallaður besta geymda leyndarmál Borgarness. Leikvöllurinn var eingöngu smíðaður úr endurnýttu efni sem hafði verið hent. Þarna eru skemmtileg leiktæki í fallegu umhverfi þar sem fjölskyldan getur átt notalega stund saman.Falleg lítil fjara er rétt við Bjössaróló þar sem upplagt er að staldra við og skoða steina eða kenna börnunum þá kastfimi að fleyta kerlingar. Útsýnið þaðan er stórkostlegt en þaðan sést meðal annars eyjan Litla-Brákarey.Skallagrímsgarður er einnig skammt undan. Í skrúðgarðinum má finna haug Skallagríms Kveldúlfssonar og listaverkið Óðinshrafninn eftir Ásmund Sveinsson.Sundlaugin í Borgarnesi er afar fjölskylduvæn. Það er alltaf gaman fyrir börn að prófa nýja sundlaug og sérstaklega ef í henni er vatnsrennibraut. Þarna er meðal annars útilaug með þremur vatnsrennibrautum, barnavaðlaug, tveimur heitum pottum og innilaug. Sundlaugin er opin um helgar kl. 9-18.Að enda góðan dag á því að setjast niður og borða saman er kærkomin stund. Á Landnámssetrinu er veitingastaður sem er opinn til kl.17 og einnig er hægt að setjast inn í Geirabakarí þar sem kvikmyndin "The Secret Life of Walty Mitty" í leikstjórn Ben Stiller var tekin upp að hluta en bakaríið er opið til kl.16:30 um helgar.Áður en lagt er af stað í dagsferð með börn er mikilvægt að hafa í huga nokkur atriði. Gott er að taka með nesti til að hafa í bílnum og ef börnin verða svöng í ferðinni. Að grípa til leikja getur gert lengri bílferðir skemmtilegri; Frúin í Hamborg og Hver er maðurinn eru alltaf vinsælir leikir (sjá bls. 176 í bók). Spilastokkur eða Uno kemur sér einnig vel á veitingastöðum meðan beðið er eftir matnum. Veðrið breytist hratt og því skiptir máli að klæða börnin eftir aðstæðum og jafnvel taka með stígvél til að vaða í fjörunni. Síðan má ekki gleyma sundfatnaði fyrir sundkappana. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Lára G. Sigurðardóttir læknir og Sigríður A. Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur höfundar bókarinnar Útivist og afþreying fyrir börn og heimasíðunnar www.fyrirborn.is gáfu okkur leyfi til að birta frábærar hugmyndir fyrir barnafólk. Dagsferð með fjölskyldunni er góð leið til að styrkja fjölskylduböndin. Að spjalla saman um daginn og veginn, skoða nýja staði og upplifa ógleymanleg ævintýri skilur eftir sig góðar minningar.Langi þig að skeppa úr bænum um helgina er stutt keyra í Borgarnes sem er áhugaverður staður fyrir alla fjölskylduna. Margir keyra í gegnum bæinn á lengri ferðum en gefa sér sjaldan tíma til að staldra við og skoða sig um. Bærinn sem er afar fallegur og friðsæll hefur að geyma þekkta sögustaði úr Egilssögu. Ferðin tekur aðeins um klukkustund aðra leið í bíl. Einnig er hægt að taka strætisvagn (sjá www.bus.is).Við skruppumí Borgarnes með börnin okkar sem eru á aldrinum 5-10 ára og getum hiklaust mælt með ferð þangað. Þeir staðir sem stóðu upp úr að okkar mati og barnanna voru Landnámssetrið, Bjössaróló, fjaran við leikvöllinn, Skallagrímsgarður og sundlaugin. Upplagt er að leggja bílnum og rölta á milli staðanna sem eru allir í göngufæri.Í Landnámssetri Íslands eru tvær sýningar. Annars vegar er landnámssagan rakin og hins vegar kynnast gestir Egilssögu. Hægt er að fá hljóðleiðsögn sem er sniðin fyrir börn frá fjögurra ára aldri. Landnámssýningin er mjög lifandi og fróðleg og heldur hljóðleiðsögnin athygli barnanna allan tímann. Sem dæmi þá fannst börnunum mjög spennandi að fá að standa upp í stafni sem líkti eftir ölduhreyfingu og skoða beinagrind Hrafna-Flóka. Egilssaga er kennd í skólum og því gaman fyrir börnin að kynnast hinum litríka Agli Skalla-Grímssyni og söguslóðum hans á sjónrænan hátt. Sýningarnar eru opnar frá kl. 11-17 að vetri til.Eftir fróðlega heimsókn á safnið er tilvalið að fara í stuttan göngutúr meðfram ströndinni á Bjössaróló sem er skammt frá safninu. Bjössaróló hefur verið kallaður besta geymda leyndarmál Borgarness. Leikvöllurinn var eingöngu smíðaður úr endurnýttu efni sem hafði verið hent. Þarna eru skemmtileg leiktæki í fallegu umhverfi þar sem fjölskyldan getur átt notalega stund saman.Falleg lítil fjara er rétt við Bjössaróló þar sem upplagt er að staldra við og skoða steina eða kenna börnunum þá kastfimi að fleyta kerlingar. Útsýnið þaðan er stórkostlegt en þaðan sést meðal annars eyjan Litla-Brákarey.Skallagrímsgarður er einnig skammt undan. Í skrúðgarðinum má finna haug Skallagríms Kveldúlfssonar og listaverkið Óðinshrafninn eftir Ásmund Sveinsson.Sundlaugin í Borgarnesi er afar fjölskylduvæn. Það er alltaf gaman fyrir börn að prófa nýja sundlaug og sérstaklega ef í henni er vatnsrennibraut. Þarna er meðal annars útilaug með þremur vatnsrennibrautum, barnavaðlaug, tveimur heitum pottum og innilaug. Sundlaugin er opin um helgar kl. 9-18.Að enda góðan dag á því að setjast niður og borða saman er kærkomin stund. Á Landnámssetrinu er veitingastaður sem er opinn til kl.17 og einnig er hægt að setjast inn í Geirabakarí þar sem kvikmyndin "The Secret Life of Walty Mitty" í leikstjórn Ben Stiller var tekin upp að hluta en bakaríið er opið til kl.16:30 um helgar.Áður en lagt er af stað í dagsferð með börn er mikilvægt að hafa í huga nokkur atriði. Gott er að taka með nesti til að hafa í bílnum og ef börnin verða svöng í ferðinni. Að grípa til leikja getur gert lengri bílferðir skemmtilegri; Frúin í Hamborg og Hver er maðurinn eru alltaf vinsælir leikir (sjá bls. 176 í bók). Spilastokkur eða Uno kemur sér einnig vel á veitingastöðum meðan beðið er eftir matnum. Veðrið breytist hratt og því skiptir máli að klæða börnin eftir aðstæðum og jafnvel taka með stígvél til að vaða í fjörunni. Síðan má ekki gleyma sundfatnaði fyrir sundkappana.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira