Hótar Vinstri grænum málsókn 20. febrúar 2013 16:14 Heimir Hannesson krefur Vinstri hreyfinguna grænt framboð um afsökunarbeiðni og greiðslu miskamóta vegna meiðyrða í fyrirsögn og efnisgrein sem birtist í grein á Smugunni 15. febrúar síðastliðinn. Ummælin varða mál sem kom upp innan Stúdentaráðs í byrjun febrúar þegar tilkynning birtist á vef ráðsins þar sem fram kom að starfsmenn Stúdentaráðsins hefðu þurft að endurgreiða rúma hálfa milljón vegna úttektar á bensínkorti stúdentaráðsins. Í upprunalegu tilkynningunni sagði orðrétt: „Vegna mistaka við útgáfu kortanna var starfsmönnunum unnt að fara framyfir umsamda upphæð sem þáverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins gerðu vísvitandi í eigin þágu en fjárhæðin sem á kortin safnaðist var í heildina rúmlega hálf milljón króna." Þar sem hægt var að túlka setninguna „vísvitandi í eigin þágu" sem fjárdrátt var önnur tilkynning send á fjölmiðla skömmu síðar þar sem það var áréttað að ekki væri um fjárdrátt að ræða. Smugan vitnaði aftur á móti í grein sem birtist hér á Vísi og spurði í fyrirsögn: „Háskólanemi spyr hvaða lærdóm megi draga af fjárdrætti í stúdentaráði Háskólans" Heimir er ósáttur við notkun Smugunnar á orðinu „fjárdráttur" í þessu tilviki og hefur því falið lögmanni sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni að krefja Smuguna um afsökunarbeiðni og greiðslumiskabóta. Í ljósi þess að greinin var ekki merkt höfundi þá er kröfum beint að ábyrgðaraðila lénsins og eins af aðaleigendum Smugunnar, sem er stjórnmálaflokkurinn VG. Sjálfur hefur Heimir leitast eftir því að sinna trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann bauð sig fram til formanns Heimdallar á síðasta ári. Hann dró framboðið hinsvegar óvænt til baka og sagði í viðtali við RÚV í lok júlí árið 2012 að kosningasvik og leðjuslagur einkenndu meðal annars ungliðahreyfinguna í Sjálfstæðisflokknum. Ekki kemur fram í kröfunni hvort Heimir hafi verið annar starfsmaðurinn sem þurfti að endurgreiða féð aftur til stúdentaráðsins - eða er fjallað um í greininni - en sá var aldrei nafngreindur í umfjöllun fjölmiðla um málið. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Heimir Hannesson krefur Vinstri hreyfinguna grænt framboð um afsökunarbeiðni og greiðslu miskamóta vegna meiðyrða í fyrirsögn og efnisgrein sem birtist í grein á Smugunni 15. febrúar síðastliðinn. Ummælin varða mál sem kom upp innan Stúdentaráðs í byrjun febrúar þegar tilkynning birtist á vef ráðsins þar sem fram kom að starfsmenn Stúdentaráðsins hefðu þurft að endurgreiða rúma hálfa milljón vegna úttektar á bensínkorti stúdentaráðsins. Í upprunalegu tilkynningunni sagði orðrétt: „Vegna mistaka við útgáfu kortanna var starfsmönnunum unnt að fara framyfir umsamda upphæð sem þáverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins gerðu vísvitandi í eigin þágu en fjárhæðin sem á kortin safnaðist var í heildina rúmlega hálf milljón króna." Þar sem hægt var að túlka setninguna „vísvitandi í eigin þágu" sem fjárdrátt var önnur tilkynning send á fjölmiðla skömmu síðar þar sem það var áréttað að ekki væri um fjárdrátt að ræða. Smugan vitnaði aftur á móti í grein sem birtist hér á Vísi og spurði í fyrirsögn: „Háskólanemi spyr hvaða lærdóm megi draga af fjárdrætti í stúdentaráði Háskólans" Heimir er ósáttur við notkun Smugunnar á orðinu „fjárdráttur" í þessu tilviki og hefur því falið lögmanni sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni að krefja Smuguna um afsökunarbeiðni og greiðslumiskabóta. Í ljósi þess að greinin var ekki merkt höfundi þá er kröfum beint að ábyrgðaraðila lénsins og eins af aðaleigendum Smugunnar, sem er stjórnmálaflokkurinn VG. Sjálfur hefur Heimir leitast eftir því að sinna trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann bauð sig fram til formanns Heimdallar á síðasta ári. Hann dró framboðið hinsvegar óvænt til baka og sagði í viðtali við RÚV í lok júlí árið 2012 að kosningasvik og leðjuslagur einkenndu meðal annars ungliðahreyfinguna í Sjálfstæðisflokknum. Ekki kemur fram í kröfunni hvort Heimir hafi verið annar starfsmaðurinn sem þurfti að endurgreiða féð aftur til stúdentaráðsins - eða er fjallað um í greininni - en sá var aldrei nafngreindur í umfjöllun fjölmiðla um málið.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira