Víkingur Heiðar spilar fyrir fréttakonu Fox News Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2013 16:51 Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er meðal þeirra listamanna sem koma fram á hinni mánaðarlöngu Nordic Cool listahátíð sem hófst í Kennedy Center í Washington í Bandaríkjunum í gær. Yfir 700 listamenn koma fram á hátíðinni og er að finna fulltrúa frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum auk Íslandi. Í frétt bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox er Víkingur Heiðar tekinn tali og spurður ýmissa spurninga. Fram kemur að Víkingur hafi byrjað að spila á píanó tveggja ára gamall og að móðir hans, Svana Víkingsdóttir, sé píanóleikari. Þá er vitnað í afar góða umsögn London Times á Víkingi Heiðari sem upprennandi stjörnu og hann spurður hver hans viðbrögð séu við slíkri umsögn.Víkingur svarar spurningum fréttakonu Fox.Skjáskot„Engin eiginlega. Þetta snýst bara um tónlistina og ég reyni að njóta hennar," segir Víkingur af sinni alkunnu hógværð. Sýnt er frá tónleikum Víkings með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hann spurður út í hvernig hann nálgist tónleika frammi fyrir fullum sal af fólki. Víkingur fagnar þeirri staðreynd að öll Norðurlöndin eigi fulltrúa á hátíðinni. Að lokum spilar Víkingur Ave Maria úr smiðju Sigvalda Kaldalóns sem Víkingur útsetti sjálfur fyrir píanó. „Þannig þarf ég ekki að treysta á íslenskan söngvara þegar ég er á ferðalagi," segir Víkingur í gamansömum tón.Viðtalið við Víking og flutning hans má sjá hér. Víkingur spilaði Ave Maria einnig á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu sumarið 2011. Flutningin í heild sinni má sjá hér. Fulltrúar ÍslandsAuk Víkings Heiðars koma Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenski dansflokkurinn, leikhópurinn Vesturport, hljómsveit Sunnu Gunnlaugsdóttur djasspíanóleikara og Duo Harpverk fram á hátíðinni. Dagskrá hennar og nánari upplýsingar má nálgast hér. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er meðal þeirra listamanna sem koma fram á hinni mánaðarlöngu Nordic Cool listahátíð sem hófst í Kennedy Center í Washington í Bandaríkjunum í gær. Yfir 700 listamenn koma fram á hátíðinni og er að finna fulltrúa frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum auk Íslandi. Í frétt bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox er Víkingur Heiðar tekinn tali og spurður ýmissa spurninga. Fram kemur að Víkingur hafi byrjað að spila á píanó tveggja ára gamall og að móðir hans, Svana Víkingsdóttir, sé píanóleikari. Þá er vitnað í afar góða umsögn London Times á Víkingi Heiðari sem upprennandi stjörnu og hann spurður hver hans viðbrögð séu við slíkri umsögn.Víkingur svarar spurningum fréttakonu Fox.Skjáskot„Engin eiginlega. Þetta snýst bara um tónlistina og ég reyni að njóta hennar," segir Víkingur af sinni alkunnu hógværð. Sýnt er frá tónleikum Víkings með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hann spurður út í hvernig hann nálgist tónleika frammi fyrir fullum sal af fólki. Víkingur fagnar þeirri staðreynd að öll Norðurlöndin eigi fulltrúa á hátíðinni. Að lokum spilar Víkingur Ave Maria úr smiðju Sigvalda Kaldalóns sem Víkingur útsetti sjálfur fyrir píanó. „Þannig þarf ég ekki að treysta á íslenskan söngvara þegar ég er á ferðalagi," segir Víkingur í gamansömum tón.Viðtalið við Víking og flutning hans má sjá hér. Víkingur spilaði Ave Maria einnig á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu sumarið 2011. Flutningin í heild sinni má sjá hér. Fulltrúar ÍslandsAuk Víkings Heiðars koma Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenski dansflokkurinn, leikhópurinn Vesturport, hljómsveit Sunnu Gunnlaugsdóttur djasspíanóleikara og Duo Harpverk fram á hátíðinni. Dagskrá hennar og nánari upplýsingar má nálgast hér.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira