Innlent

Fíkniefnasali í fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Efnin voru í bíl á bílastæði við Tryggvagötu.
Efnin voru í bíl á bílastæði við Tryggvagötu. Mynd/ Rósa.
Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður var dæmdur í tuttugu mánaða langt fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 105 grömm af marijúana, sem lögreglumenn fundu við leit í bifreið hans og í fatnaði hans í október síðastliðnum. Hann var þá staddur á bifreiðastæði á bak við Borgarbókasafn Reykjavíkur við Tryggvagötu. Maðurinn á að baki tæplega átta ára langa brotasögu og hefur á þeim tíma margsinnis hlotið dóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×