Innlent

Gæsluvarðhald yfir Karli Vigni framlengt um mánuð

Karl Vignir í kastljósi.
Karl Vignir í kastljósi.
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti að framlengja gæsluvarðhald yfir Karli Vigni Þorsteinssyni um fjórar vikur á miðvikudaginn síðasta.

Karl Vignir játaði í falinni myndavél í Kastljósi í byrjun janúar að hann hefði misnotað tugi barna í áratugi. Nú þegar hafa allnokkrir einstaklingar kært hann fyrir kynferðislegar misnotkun en ekki eru öll málin fyrnd.

Hann var handtekinn í kjölfar þess að þátturinn var sýndur. Svo var farið fram á gæsluvarðhald yfir honum. Hann hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í á annan mánuð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn langt komin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×