Innlent

Tólf sagt upp á Vestfjörðum

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Tólf starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá frystihúsinu Arnfirðingnum á Bíldudal. Hólmgrímur S. Sigvaldason, framkvæmdastjóri Arnfirðings, segir ástæðuna skuggalega erfiða stöðu í bankaviðskiptum eins og hann orðar það.

„Afurðarverð fer lækkandi og bankarnir eru bara nervös vegna þessa," segir Hólmgrímur sem segir bankana í vörn. Hann segir að í afurðalánaviðskiptum sé nauðsynlegt að hafa stuðning banka þar sem afurðirnar eru lánaðar og svo greiddar eftir 30 - 60 daga.

Hann segir reksturinn hafa verið þungan allan tímann og ekki hafi ástandið batnað eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um umdeild frumvörp um fiskveiðilöggjöfina árið 2010. „Þá bakkaði banki út úr viðskiptum við mig sem stóð til að stofna til. Það var ekki Landsbankinn, heldur annar banki," segir Hólmgrímur sem ætlar að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Hann segir þó öll tól og tæki til staðar í frystihúsinu á Bíldudal og ekki loku fyrir það skotið að hefja rekstur á ný ef aðstæður breytast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×