Innlent

Hátt í 500 kandídatar útskrifast á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hátt í 500 kadídatar taka á móti prófskírteinum sínum á brautskráningarhátíð Háskóla Íslands í Háskólabíói á morgun. Nemendur úr bæði grunn- og framhaldsnámi af fræðasviðunum fimm, Félagsvísindasviði, Heilbrigðisvísindasviði, Hugvísindasviði, Menntavísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði, fá afhent prófskírteni við þetta hátíðlega tilefni. Alls er um að ræða 466 kandídata með 468 próf. Úr grunnnámi brautskrást 284 kandídatar en 182 úr framhaldsnámi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×