Fimmtán flokkar bjóða fram til Alþingis Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2013 18:36 Hátt í fimmtán stjórnmálahreyfingar og samtök undirbúa nú framboð til næstu Alþingiskosninga. Ef svo verður raunin getur kjörseðillinn orðið yfir sextíu sentimetra breiður. Mikill fjöldi framboða hafa komið fram á sjónarsviðið á undanförnum misserum og allt útlit fyrir að kjósendur muni hafa úr töluverðum fjölda að velja í Alþingiskosningunum þann 27.apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Innanríkisráðuneytinu hefur átján listabókstöfum verið úthlutað eða bíða nú afgreiðslu. Fyrst má nefna eldri framboð á borð við Framsóknarflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og Vinstri Græna. Ný framboð sem fengið hafa listabókstaf eru Björt Framtíð, Hægrigrænir, Húmanistaflokkurinn og Dögun. Þá er fjöldi flokka með umsóknir í ferli hjá ráðuneytinu en það eru Lýðveldisflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Lýðræðisvaktin, Alþýðufylkingin og Píratar. Þá hefur samkvæmt heimildum fréttastofu hreyfing að nafni Þjóðarflokkurinn aflað sér upplýsinga hjá ráðuneytinu en ekki lagt inn umsókn og í gær var svo stofnaður Landsbyggðarflokkurinn sem stefnir á framboð í vor. Auk þessarra er ólíklegt að fjórir listabókstafir verði notaðir, það er C listi Samstöðu en flokkurinn hefur lýst yfir að hann muni ekki bjóða fram í vor, E listi Bjartsýnisflokksins en endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin og þá er ekki vitað hvort Lýræðishreyfing Ástþórs Magnússonar muni bjóða aftur fram. Frjálslyndi flokkurinn og Borgarahreyfingin munu svo bjóða fram undir merkjum Dögunar Samtals eru þetta því hátt í fimmtán framboð til Alþingis en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er gert ráð fyrir um fjórum sentimetrum á kjörseðli fyrir hvert framboð og ef svo margir flokkar koma til með að bjóða fram gæti því kjörseðillinn orðið allt að sextíu sentimetrar eða aðeins breiðari en útbreitt dagblað.Leiðrétting: Í sjónvarpsfréttum var ranglega farið með heiti Alþýðufylkingarinnar. Er flokkurinn beðinn afsökunar á því. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Hátt í fimmtán stjórnmálahreyfingar og samtök undirbúa nú framboð til næstu Alþingiskosninga. Ef svo verður raunin getur kjörseðillinn orðið yfir sextíu sentimetra breiður. Mikill fjöldi framboða hafa komið fram á sjónarsviðið á undanförnum misserum og allt útlit fyrir að kjósendur muni hafa úr töluverðum fjölda að velja í Alþingiskosningunum þann 27.apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Innanríkisráðuneytinu hefur átján listabókstöfum verið úthlutað eða bíða nú afgreiðslu. Fyrst má nefna eldri framboð á borð við Framsóknarflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og Vinstri Græna. Ný framboð sem fengið hafa listabókstaf eru Björt Framtíð, Hægrigrænir, Húmanistaflokkurinn og Dögun. Þá er fjöldi flokka með umsóknir í ferli hjá ráðuneytinu en það eru Lýðveldisflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Lýðræðisvaktin, Alþýðufylkingin og Píratar. Þá hefur samkvæmt heimildum fréttastofu hreyfing að nafni Þjóðarflokkurinn aflað sér upplýsinga hjá ráðuneytinu en ekki lagt inn umsókn og í gær var svo stofnaður Landsbyggðarflokkurinn sem stefnir á framboð í vor. Auk þessarra er ólíklegt að fjórir listabókstafir verði notaðir, það er C listi Samstöðu en flokkurinn hefur lýst yfir að hann muni ekki bjóða fram í vor, E listi Bjartsýnisflokksins en endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin og þá er ekki vitað hvort Lýræðishreyfing Ástþórs Magnússonar muni bjóða aftur fram. Frjálslyndi flokkurinn og Borgarahreyfingin munu svo bjóða fram undir merkjum Dögunar Samtals eru þetta því hátt í fimmtán framboð til Alþingis en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er gert ráð fyrir um fjórum sentimetrum á kjörseðli fyrir hvert framboð og ef svo margir flokkar koma til með að bjóða fram gæti því kjörseðillinn orðið allt að sextíu sentimetrar eða aðeins breiðari en útbreitt dagblað.Leiðrétting: Í sjónvarpsfréttum var ranglega farið með heiti Alþýðufylkingarinnar. Er flokkurinn beðinn afsökunar á því.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira