Biðin eftir nýjum Toyota RAV4 er á enda Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2013 16:45 Kominn með dísilvél og varadekkið horfið af afturleranum. Óhætt er að segja að margir bíði eftir nýrri og gerbreyttri fjórðu kynslóð hins vinsæla jepplings Toyota RAV4. Eigendur RAV4 á Íslandi er mýmargir og hafa vafalaust margir hug á endurnýjun. Sú bið er á enda því Toyota á Íslandi hefur fengið fyrsta bílinn til landsins. Toyota RAV4 verður formlega kynntur hjá Toyota næstu helgi. Bíllinn hefur tekið miklum breytingum að ytra útliti og hefur lengst um 20 sentimetra. Innanrými hans hefur því vaxið mikið. Toyota RAV4 hefur hingað til einungis verið boðinn með bensínvél, en það breytist nú og má búast við því að dísilútgáfa bílsins verði fullt eins vinsæl hjá íslenskum kaupendum hans. Önnur áberandi breyting er fólgin í því að varadekkið er horfið af afturhleranum og hann opnast nú ekki til hliðar, heldur upp og er opnun og lokun hans rafræn og nýtískuleg. Þrír íslenskir blaðamenn fengu tækifæri til að prufuaka nýjum RAV4 í nágrenni Barcelona í síðustu viku og mun reynsluakstursgrein um þennan nýja bíl birtast hér eftir viku. Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent
Kominn með dísilvél og varadekkið horfið af afturleranum. Óhætt er að segja að margir bíði eftir nýrri og gerbreyttri fjórðu kynslóð hins vinsæla jepplings Toyota RAV4. Eigendur RAV4 á Íslandi er mýmargir og hafa vafalaust margir hug á endurnýjun. Sú bið er á enda því Toyota á Íslandi hefur fengið fyrsta bílinn til landsins. Toyota RAV4 verður formlega kynntur hjá Toyota næstu helgi. Bíllinn hefur tekið miklum breytingum að ytra útliti og hefur lengst um 20 sentimetra. Innanrými hans hefur því vaxið mikið. Toyota RAV4 hefur hingað til einungis verið boðinn með bensínvél, en það breytist nú og má búast við því að dísilútgáfa bílsins verði fullt eins vinsæl hjá íslenskum kaupendum hans. Önnur áberandi breyting er fólgin í því að varadekkið er horfið af afturhleranum og hann opnast nú ekki til hliðar, heldur upp og er opnun og lokun hans rafræn og nýtískuleg. Þrír íslenskir blaðamenn fengu tækifæri til að prufuaka nýjum RAV4 í nágrenni Barcelona í síðustu viku og mun reynsluakstursgrein um þennan nýja bíl birtast hér eftir viku.
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent