McLaren P1 í 300 á 17 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2013 11:15 P1 skipar sér á stall meðal allra hraðskreiðustu ofurbíla. Nýi bíll McLaren sem fengið hefur nafnið P1 verður ári snöggur ef tölurnar sem fyrirtækið sendi frá sér í gær um bílinn eru réttar. Áður hafði komið fram að hann verður 903 hestöfl, en hann mun komast í hundraðið á innan við 3 sekúndum, 200 á undir 7 sekúndum og 300 á 17 sekúndum. Það er 11 sekúndum betri tími en ofurbíllinn McLaren F1 á. Með þessum tölum skipar McLaren P1 bíllinn sér á stall meðal ofurbíla eins og Bugatti, Koenigsegg og Hennessey. Þessir bílar eru hraðskreiðustu fjöldaframleiddu götubílar heims. Enginn þeirra er ódýr en hinn nýi McLaren P1 mun kosta 1.150.000 dollara eða 144 milljónir króna í Bandaríkjunum. Hingað kominn er óhætt að tvöfalda þá upphæð. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent
P1 skipar sér á stall meðal allra hraðskreiðustu ofurbíla. Nýi bíll McLaren sem fengið hefur nafnið P1 verður ári snöggur ef tölurnar sem fyrirtækið sendi frá sér í gær um bílinn eru réttar. Áður hafði komið fram að hann verður 903 hestöfl, en hann mun komast í hundraðið á innan við 3 sekúndum, 200 á undir 7 sekúndum og 300 á 17 sekúndum. Það er 11 sekúndum betri tími en ofurbíllinn McLaren F1 á. Með þessum tölum skipar McLaren P1 bíllinn sér á stall meðal ofurbíla eins og Bugatti, Koenigsegg og Hennessey. Þessir bílar eru hraðskreiðustu fjöldaframleiddu götubílar heims. Enginn þeirra er ódýr en hinn nýi McLaren P1 mun kosta 1.150.000 dollara eða 144 milljónir króna í Bandaríkjunum. Hingað kominn er óhætt að tvöfalda þá upphæð.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent