Lífið

Donald Trump „photobombaður“

Trump beit á agnið.
Trump beit á agnið. Mynd/Instagram
Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump var „photobombaður" eftir viðtal í spjallþætti Jimmy Fallon í fyrrakvöld.

„Photobomb" er það stundum nefnt þegar óprúttinn aðili laumar sér inn á mynd sem tekin er af öðru fólki, oftast í bakgrunninn og án þeirra vitundar, og vinsælast er að gretta sig hressilega.

Trump stillti sér upp fyrir ljósmynd með rapparanum Taco úr hljómsveitinni Odd Future, en félagi Taco úr hljómsveitinni, forsprakkinn Tyler, the Creator, fletti upp um sig stuttermabolnum og rak út úr sér tunguna.

Auðkýfingurinn tjáði sig um atvikið á Twitter í gær, og skrifaði: „Var „photobombaður" í gær hjá Jimmy Fallon. Maðurinn við hliðina á mér bað um ljósmynd - sagðist vera minn mesti aðdáandi, sá aldrei náungann á bak við."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.