Túrbínuvandi Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2013 13:45 Stærri vél þarf ekki að þýða meiri eyðsla Ef túrbínubílum er ekið rösklega rýkur eyðsla þeirra upp. Flestir bílaframleiðendur hafa smækkað vélar í bílum sínum en bætt gjarnan upp aflið með túrbínum. Í því virðist vera mikil skynsemi, en þó er einn hængur á sem margur bíleigandinn hefur fundið á eigin skinni í nýjum bílum. Það þarf að hafa afar léttan bensínfót til að ná uppgefinni eyðslu frá bílaframleiðendum, en þegar bensínfóturinn þyngist, stóreykst eyðsla þeirra. Ástæða þess er sú að þegar gefið er inn og túrbínan fer að virka sendir hún stóraukið magn lofts inní vélina sem gerir henni kleift að brenna mun hraðar eldsneyti. Þá rýkur líka eyðslan upp. Ef túrbínubílum með litlum vélum er ekið varfærnislega er túrbína þeirra aldrei nýtt og þá virka þær eins og aflminni smærri vélar og eyða minna eldsneyti. Það er því ekki allt fengið með tilkomu smárra túrbínuvéla. Gott dæmi um þetta er að 8 strokka Corvetta eyddi örlítið minna en fjögurra strokka túrbínubíllinn Mitsubishi Lancer Ralliart og jafn mikið og fimm strokka Volvo C70 T5 í sömu ökuferð, eða 11,5 lítrum á hundraðið. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent
Ef túrbínubílum er ekið rösklega rýkur eyðsla þeirra upp. Flestir bílaframleiðendur hafa smækkað vélar í bílum sínum en bætt gjarnan upp aflið með túrbínum. Í því virðist vera mikil skynsemi, en þó er einn hængur á sem margur bíleigandinn hefur fundið á eigin skinni í nýjum bílum. Það þarf að hafa afar léttan bensínfót til að ná uppgefinni eyðslu frá bílaframleiðendum, en þegar bensínfóturinn þyngist, stóreykst eyðsla þeirra. Ástæða þess er sú að þegar gefið er inn og túrbínan fer að virka sendir hún stóraukið magn lofts inní vélina sem gerir henni kleift að brenna mun hraðar eldsneyti. Þá rýkur líka eyðslan upp. Ef túrbínubílum með litlum vélum er ekið varfærnislega er túrbína þeirra aldrei nýtt og þá virka þær eins og aflminni smærri vélar og eyða minna eldsneyti. Það er því ekki allt fengið með tilkomu smárra túrbínuvéla. Gott dæmi um þetta er að 8 strokka Corvetta eyddi örlítið minna en fjögurra strokka túrbínubíllinn Mitsubishi Lancer Ralliart og jafn mikið og fimm strokka Volvo C70 T5 í sömu ökuferð, eða 11,5 lítrum á hundraðið.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent