Túrbínuvandi Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2013 13:45 Stærri vél þarf ekki að þýða meiri eyðsla Ef túrbínubílum er ekið rösklega rýkur eyðsla þeirra upp. Flestir bílaframleiðendur hafa smækkað vélar í bílum sínum en bætt gjarnan upp aflið með túrbínum. Í því virðist vera mikil skynsemi, en þó er einn hængur á sem margur bíleigandinn hefur fundið á eigin skinni í nýjum bílum. Það þarf að hafa afar léttan bensínfót til að ná uppgefinni eyðslu frá bílaframleiðendum, en þegar bensínfóturinn þyngist, stóreykst eyðsla þeirra. Ástæða þess er sú að þegar gefið er inn og túrbínan fer að virka sendir hún stóraukið magn lofts inní vélina sem gerir henni kleift að brenna mun hraðar eldsneyti. Þá rýkur líka eyðslan upp. Ef túrbínubílum með litlum vélum er ekið varfærnislega er túrbína þeirra aldrei nýtt og þá virka þær eins og aflminni smærri vélar og eyða minna eldsneyti. Það er því ekki allt fengið með tilkomu smárra túrbínuvéla. Gott dæmi um þetta er að 8 strokka Corvetta eyddi örlítið minna en fjögurra strokka túrbínubíllinn Mitsubishi Lancer Ralliart og jafn mikið og fimm strokka Volvo C70 T5 í sömu ökuferð, eða 11,5 lítrum á hundraðið. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent
Ef túrbínubílum er ekið rösklega rýkur eyðsla þeirra upp. Flestir bílaframleiðendur hafa smækkað vélar í bílum sínum en bætt gjarnan upp aflið með túrbínum. Í því virðist vera mikil skynsemi, en þó er einn hængur á sem margur bíleigandinn hefur fundið á eigin skinni í nýjum bílum. Það þarf að hafa afar léttan bensínfót til að ná uppgefinni eyðslu frá bílaframleiðendum, en þegar bensínfóturinn þyngist, stóreykst eyðsla þeirra. Ástæða þess er sú að þegar gefið er inn og túrbínan fer að virka sendir hún stóraukið magn lofts inní vélina sem gerir henni kleift að brenna mun hraðar eldsneyti. Þá rýkur líka eyðslan upp. Ef túrbínubílum með litlum vélum er ekið varfærnislega er túrbína þeirra aldrei nýtt og þá virka þær eins og aflminni smærri vélar og eyða minna eldsneyti. Það er því ekki allt fengið með tilkomu smárra túrbínuvéla. Gott dæmi um þetta er að 8 strokka Corvetta eyddi örlítið minna en fjögurra strokka túrbínubíllinn Mitsubishi Lancer Ralliart og jafn mikið og fimm strokka Volvo C70 T5 í sömu ökuferð, eða 11,5 lítrum á hundraðið.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent