Innlent

Fjölskylduhjálpin flytur í Breiðholt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar.
Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar.
Fjölskylduhjálp Íslands mun flytja í húsnæð að Iðufelli 14 í Breiðholti. Umrætt húsnæði hýsti áður Bónus. Það er um tvöfalt stærra og mun hentugra fyrir starfsemi Fjölskylduhjálparinnar en það húsnæði sem samtökin hafa yfir að ráða í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Fjölskylduhjálpin mun fá húsnæðið um næstu mánaðamót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×