Innlent

„Jarðhiti er ekki bara rafmagn“

Karen Kjartansdóttir skrifar
fréttablaðið/valli
Mikil tækifæri felast í frekari nýtingu á jarðhita á Íslandi. Aðstoðarforstjóri HS orku, segir rangt að líta aðeins á jarðhita sem rafmagn því svo ótal önnur verðmæti felist í honum eins og starfsemin í Svartsengi sýni. Karen Kjartansdóttir

Samtökin Iceland Geothermal voru stofnuð í gær en Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, sagði að stofnfundinum, að samtökunum væri ætlað að ná saman þekkingu sem væri til í meðal fyrirtækja sem kæmu að nýtingu jarðhita. Samvinna væri líkleg til að efla heildina.

Stofnfélagar eru 40 talsins og koma víða að og búa yfir ólíkri þekkingu. En meðal þeirra eru svo sem þrír háskólar, banki, lögmannsstofa, stálsmiðjur og orkufyrirtæki.

Á fundinum var rætt um miklar væntingar almennings um frekari tækifæri tengdum nýtingu jarðvarma. Albert Albertsson aðstoðarforstjóri HS-orku segir enda fjölda felast í nýtingu auðlindarinnar. Hann segist þó ekki óttast ofnýtingu.

„Ein af stérstöðum okkar er fjölnýting, það nægir að nefna þau fyrirtæki sem hafa hlaðist um Svartsengi og stóri lærdómurinn í mínum huga er að jarðhiti er ekki bara rafmagn, það er rangt að hugsa þannig, virðið í honum er miklu miklu meira en einungis kílóvattstundir eða rafmagn. Það er varminn sem í vökvanum er. Það eru efnin sem eru vökvanum og svo framvegis," segir Albert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×