Innlent

Líkamsárásir og innbrot

MYND/Hari
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Grafarholti á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir að hann hafði farið inn um dyr á svölum á annari hæð.

Þarna mun hafa verið um fyrrverandi sambýlismann að ræða og var hann vopnaður hnífi. Hann tók einhverja muni af heimilinu.

Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang en náðist skammt frá íbúðinni. Engan sakaði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gisti maðurinn fangageymslu og verður yfirheyrður þegar áfengis og fíkniefnavíma verður runnin af honum.

Þá voru þrjár líkamsárásir tilkynntar til lögreglu í nótt en þær áttu sér allar stað seint í nótt. Á fjórða tímanum var karlmaður á sextugsaldri fluttur á slysadeild eftir átök á skemmtistað í Kópavogi.

Rúmum klukkutíma seinna var tilkynnt um meðvitundarlausan mann við Hafnarhúsið í miðborginni en sá var tæplega þrítugur.

Rétt fyrir fimm var annar fluttur á slysadeild. Hann hafði fótbrotnað í átökum við Tolhúsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×