Kaupa Kínverjar Fisker? Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 11:15 Fisker Karma vegur 2,4 tonn en eyðir aðeins 4,5 lítrum á hundraðið. Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur gert Fisker Automotive tilboð í 85% eignarhlut í Kaliforníska tvinnbílaframleiðandanum. Hljómar það uppá 350 milljón dollar, eða 45 milljarða króna. Fleiri hafa reyndar boðið í fyrirtækið en talið er að tilboð Dongfeng sé það besta. Fisker framleiðir sportbíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, en Fisker hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðastliðna 7 mánuði þar sem birgi Fisker á rafgeymum, A123 Systems, fór á kúpuna og leitar Fisker nú hófana hjá öðrum framleiðendum rafgeyma. Bílar Fisker, sem bera nú nafnið Fisker Karma eru engin smásmíði, þeir vega 2,4 tonn en eyða samt aðeins 4,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, en kosta 100.000 dollara stykkið eða um 13 milljónir króna. Um 2.000 Fisker Karma bílar hafa verið afhentir eigendum sínum til þessa. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent
Fisker Karma vegur 2,4 tonn en eyðir aðeins 4,5 lítrum á hundraðið. Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur gert Fisker Automotive tilboð í 85% eignarhlut í Kaliforníska tvinnbílaframleiðandanum. Hljómar það uppá 350 milljón dollar, eða 45 milljarða króna. Fleiri hafa reyndar boðið í fyrirtækið en talið er að tilboð Dongfeng sé það besta. Fisker framleiðir sportbíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, en Fisker hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðastliðna 7 mánuði þar sem birgi Fisker á rafgeymum, A123 Systems, fór á kúpuna og leitar Fisker nú hófana hjá öðrum framleiðendum rafgeyma. Bílar Fisker, sem bera nú nafnið Fisker Karma eru engin smásmíði, þeir vega 2,4 tonn en eyða samt aðeins 4,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, en kosta 100.000 dollara stykkið eða um 13 milljónir króna. Um 2.000 Fisker Karma bílar hafa verið afhentir eigendum sínum til þessa.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent