Ofurmennið þarf að kunna rússnesku en ekki íslensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2013 16:42 „Ég er búin að vera að leita að manneskju sem passaði í þetta. Ég hef leitað til VR og Vinnumálastofnunar og annað. Ég hef ekkert fundið og ákvað að því að auglýsa stöðuna," segir Bjarney Lea Guðmundsdóttir hótelstjóri á Hótel Flóka. Auglýsing í stöðu aðstoðarhótelstjóra hefur vakið töluverða athygli. Afar miklar kröfur eru gerðar til umsækjenda en þeir þurfa að hafa mikla tungumálakunnáttu, hafa fimm ára reynslu úr hótelgeiranum auk háskólagráðu í viðskiptum eða ferðamálum. Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan en einnig er nefnt að viðkomandi þurfi að búa yfir miklum líkamlegum styrk. „Ég er búin að fá alveg helling af umsóknum bæði í gær og í dag. Það verður gaman að sjá hvort þetta ofurmenni sé til," segir Bjarney. Bjarney Lea segist áður hafa auglýst laus störf í dagblöðum og á vefsíðum Þá hafi umsóknirnar hins vegar verið svo margar að hún hafi ákveðið að hafa kröfurnar sérstkalega miklar í þetta skiptið. Athygli vekur að viðkomandi þarf að geta þýtt af ensku yfir á rússnesku, spænsku og þýsku en ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu. „Við höfum séð síðustu tvö ár að það hefur verið mikil aukning í fjölda ferðamanna frá Spáni, Rússlandi og Kína. Ég er með manneskju sem talar kínversku þ.a. hún er búin að setja vefsíðuna okkar inn á kínversku," segir Bjarney. Hún vill ná til ferðamanna frá þessu löndum. Fjölmörg hótel bjóði upp á upplýsingar á frönsku og þýsku en það vanti betri þjónustu fyrir þennan markað sem sé sívaxandi. Aðspurð hvort smávaxin kona, sem uppfyllti allar kröfurnar en væri ekki líklega til þess að koma að notum við mikla flutninga, kæmi til greina hlær Bjarney. Hún kæmi vissulega mjög vel til greina. „Ég er búin að fá svolítið af umsóknum og sé að sumir falla inn í margt af þessu en annað ekki og öfugt. Það er auðvitað alltaf hægt að finna eitthvað vaxtatröll til þess að færa á milli. Þó svo að hann kunni kannski ekki mikið á tölvur, markaðssetningu eða annað," segir Bjarney. Búin að auglýsa stöðuna erlendisFari svo að hinn fullkomna starfskraft sé ekki að finna innanlands segist Bjarney tilbúin að horfa út fyrir landsteinana. Raunar sé hún búin að auglýsa stöðuna erlendis. „Það er einn þar sem að kemur til greina og svo hef ég einnig heyrt frá öðru fólki. Það verður gaman að sjá og ég mun taka ákvörðunina í þessari viku," segir Bjarney. Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvort verið væri að sækja ákveðinn aðila út fyrir landsteinana með svo nákvæmri atvinnuauglýsingu. Hvort sýna ætti fram á að enginn hér á landi gæti uppfyllt allar kröfurnar og því þyrfti að leita út fyrir landsteinana þar sem rétta manninn væri að finna. Jafnvel fyrirfram ákveðinn einstakling. Bjarney þvertekur fyrir það. „Nei, þetta er ekkert svoleiðis. Þessi manneskja sem kemur til greina er frá Spáni. Ég auglýsti þar af því ég bjó þar svolítið lengi. Hún sagðist alveg vilja koma ef þannig hentaði. Spánverjar þurfa ekkert leyfi til að koma hingað og vinna," segir Bjarney og bætir við að best væri að viðkomandi væri Íslendingur. „Það er kannski betra að hafa Íslending sem að þekkir landið betur og svona. En ég hef fengið helling af fyrirspurnum og umsóknum sem verður gaman að skoða." Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
„Ég er búin að vera að leita að manneskju sem passaði í þetta. Ég hef leitað til VR og Vinnumálastofnunar og annað. Ég hef ekkert fundið og ákvað að því að auglýsa stöðuna," segir Bjarney Lea Guðmundsdóttir hótelstjóri á Hótel Flóka. Auglýsing í stöðu aðstoðarhótelstjóra hefur vakið töluverða athygli. Afar miklar kröfur eru gerðar til umsækjenda en þeir þurfa að hafa mikla tungumálakunnáttu, hafa fimm ára reynslu úr hótelgeiranum auk háskólagráðu í viðskiptum eða ferðamálum. Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan en einnig er nefnt að viðkomandi þurfi að búa yfir miklum líkamlegum styrk. „Ég er búin að fá alveg helling af umsóknum bæði í gær og í dag. Það verður gaman að sjá hvort þetta ofurmenni sé til," segir Bjarney. Bjarney Lea segist áður hafa auglýst laus störf í dagblöðum og á vefsíðum Þá hafi umsóknirnar hins vegar verið svo margar að hún hafi ákveðið að hafa kröfurnar sérstkalega miklar í þetta skiptið. Athygli vekur að viðkomandi þarf að geta þýtt af ensku yfir á rússnesku, spænsku og þýsku en ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu. „Við höfum séð síðustu tvö ár að það hefur verið mikil aukning í fjölda ferðamanna frá Spáni, Rússlandi og Kína. Ég er með manneskju sem talar kínversku þ.a. hún er búin að setja vefsíðuna okkar inn á kínversku," segir Bjarney. Hún vill ná til ferðamanna frá þessu löndum. Fjölmörg hótel bjóði upp á upplýsingar á frönsku og þýsku en það vanti betri þjónustu fyrir þennan markað sem sé sívaxandi. Aðspurð hvort smávaxin kona, sem uppfyllti allar kröfurnar en væri ekki líklega til þess að koma að notum við mikla flutninga, kæmi til greina hlær Bjarney. Hún kæmi vissulega mjög vel til greina. „Ég er búin að fá svolítið af umsóknum og sé að sumir falla inn í margt af þessu en annað ekki og öfugt. Það er auðvitað alltaf hægt að finna eitthvað vaxtatröll til þess að færa á milli. Þó svo að hann kunni kannski ekki mikið á tölvur, markaðssetningu eða annað," segir Bjarney. Búin að auglýsa stöðuna erlendisFari svo að hinn fullkomna starfskraft sé ekki að finna innanlands segist Bjarney tilbúin að horfa út fyrir landsteinana. Raunar sé hún búin að auglýsa stöðuna erlendis. „Það er einn þar sem að kemur til greina og svo hef ég einnig heyrt frá öðru fólki. Það verður gaman að sjá og ég mun taka ákvörðunina í þessari viku," segir Bjarney. Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvort verið væri að sækja ákveðinn aðila út fyrir landsteinana með svo nákvæmri atvinnuauglýsingu. Hvort sýna ætti fram á að enginn hér á landi gæti uppfyllt allar kröfurnar og því þyrfti að leita út fyrir landsteinana þar sem rétta manninn væri að finna. Jafnvel fyrirfram ákveðinn einstakling. Bjarney þvertekur fyrir það. „Nei, þetta er ekkert svoleiðis. Þessi manneskja sem kemur til greina er frá Spáni. Ég auglýsti þar af því ég bjó þar svolítið lengi. Hún sagðist alveg vilja koma ef þannig hentaði. Spánverjar þurfa ekkert leyfi til að koma hingað og vinna," segir Bjarney og bætir við að best væri að viðkomandi væri Íslendingur. „Það er kannski betra að hafa Íslending sem að þekkir landið betur og svona. En ég hef fengið helling af fyrirspurnum og umsóknum sem verður gaman að skoða."
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira