Ofurmennið þarf að kunna rússnesku en ekki íslensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2013 16:42 „Ég er búin að vera að leita að manneskju sem passaði í þetta. Ég hef leitað til VR og Vinnumálastofnunar og annað. Ég hef ekkert fundið og ákvað að því að auglýsa stöðuna," segir Bjarney Lea Guðmundsdóttir hótelstjóri á Hótel Flóka. Auglýsing í stöðu aðstoðarhótelstjóra hefur vakið töluverða athygli. Afar miklar kröfur eru gerðar til umsækjenda en þeir þurfa að hafa mikla tungumálakunnáttu, hafa fimm ára reynslu úr hótelgeiranum auk háskólagráðu í viðskiptum eða ferðamálum. Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan en einnig er nefnt að viðkomandi þurfi að búa yfir miklum líkamlegum styrk. „Ég er búin að fá alveg helling af umsóknum bæði í gær og í dag. Það verður gaman að sjá hvort þetta ofurmenni sé til," segir Bjarney. Bjarney Lea segist áður hafa auglýst laus störf í dagblöðum og á vefsíðum Þá hafi umsóknirnar hins vegar verið svo margar að hún hafi ákveðið að hafa kröfurnar sérstkalega miklar í þetta skiptið. Athygli vekur að viðkomandi þarf að geta þýtt af ensku yfir á rússnesku, spænsku og þýsku en ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu. „Við höfum séð síðustu tvö ár að það hefur verið mikil aukning í fjölda ferðamanna frá Spáni, Rússlandi og Kína. Ég er með manneskju sem talar kínversku þ.a. hún er búin að setja vefsíðuna okkar inn á kínversku," segir Bjarney. Hún vill ná til ferðamanna frá þessu löndum. Fjölmörg hótel bjóði upp á upplýsingar á frönsku og þýsku en það vanti betri þjónustu fyrir þennan markað sem sé sívaxandi. Aðspurð hvort smávaxin kona, sem uppfyllti allar kröfurnar en væri ekki líklega til þess að koma að notum við mikla flutninga, kæmi til greina hlær Bjarney. Hún kæmi vissulega mjög vel til greina. „Ég er búin að fá svolítið af umsóknum og sé að sumir falla inn í margt af þessu en annað ekki og öfugt. Það er auðvitað alltaf hægt að finna eitthvað vaxtatröll til þess að færa á milli. Þó svo að hann kunni kannski ekki mikið á tölvur, markaðssetningu eða annað," segir Bjarney. Búin að auglýsa stöðuna erlendisFari svo að hinn fullkomna starfskraft sé ekki að finna innanlands segist Bjarney tilbúin að horfa út fyrir landsteinana. Raunar sé hún búin að auglýsa stöðuna erlendis. „Það er einn þar sem að kemur til greina og svo hef ég einnig heyrt frá öðru fólki. Það verður gaman að sjá og ég mun taka ákvörðunina í þessari viku," segir Bjarney. Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvort verið væri að sækja ákveðinn aðila út fyrir landsteinana með svo nákvæmri atvinnuauglýsingu. Hvort sýna ætti fram á að enginn hér á landi gæti uppfyllt allar kröfurnar og því þyrfti að leita út fyrir landsteinana þar sem rétta manninn væri að finna. Jafnvel fyrirfram ákveðinn einstakling. Bjarney þvertekur fyrir það. „Nei, þetta er ekkert svoleiðis. Þessi manneskja sem kemur til greina er frá Spáni. Ég auglýsti þar af því ég bjó þar svolítið lengi. Hún sagðist alveg vilja koma ef þannig hentaði. Spánverjar þurfa ekkert leyfi til að koma hingað og vinna," segir Bjarney og bætir við að best væri að viðkomandi væri Íslendingur. „Það er kannski betra að hafa Íslending sem að þekkir landið betur og svona. En ég hef fengið helling af fyrirspurnum og umsóknum sem verður gaman að skoða." Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Ég er búin að vera að leita að manneskju sem passaði í þetta. Ég hef leitað til VR og Vinnumálastofnunar og annað. Ég hef ekkert fundið og ákvað að því að auglýsa stöðuna," segir Bjarney Lea Guðmundsdóttir hótelstjóri á Hótel Flóka. Auglýsing í stöðu aðstoðarhótelstjóra hefur vakið töluverða athygli. Afar miklar kröfur eru gerðar til umsækjenda en þeir þurfa að hafa mikla tungumálakunnáttu, hafa fimm ára reynslu úr hótelgeiranum auk háskólagráðu í viðskiptum eða ferðamálum. Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan en einnig er nefnt að viðkomandi þurfi að búa yfir miklum líkamlegum styrk. „Ég er búin að fá alveg helling af umsóknum bæði í gær og í dag. Það verður gaman að sjá hvort þetta ofurmenni sé til," segir Bjarney. Bjarney Lea segist áður hafa auglýst laus störf í dagblöðum og á vefsíðum Þá hafi umsóknirnar hins vegar verið svo margar að hún hafi ákveðið að hafa kröfurnar sérstkalega miklar í þetta skiptið. Athygli vekur að viðkomandi þarf að geta þýtt af ensku yfir á rússnesku, spænsku og þýsku en ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu. „Við höfum séð síðustu tvö ár að það hefur verið mikil aukning í fjölda ferðamanna frá Spáni, Rússlandi og Kína. Ég er með manneskju sem talar kínversku þ.a. hún er búin að setja vefsíðuna okkar inn á kínversku," segir Bjarney. Hún vill ná til ferðamanna frá þessu löndum. Fjölmörg hótel bjóði upp á upplýsingar á frönsku og þýsku en það vanti betri þjónustu fyrir þennan markað sem sé sívaxandi. Aðspurð hvort smávaxin kona, sem uppfyllti allar kröfurnar en væri ekki líklega til þess að koma að notum við mikla flutninga, kæmi til greina hlær Bjarney. Hún kæmi vissulega mjög vel til greina. „Ég er búin að fá svolítið af umsóknum og sé að sumir falla inn í margt af þessu en annað ekki og öfugt. Það er auðvitað alltaf hægt að finna eitthvað vaxtatröll til þess að færa á milli. Þó svo að hann kunni kannski ekki mikið á tölvur, markaðssetningu eða annað," segir Bjarney. Búin að auglýsa stöðuna erlendisFari svo að hinn fullkomna starfskraft sé ekki að finna innanlands segist Bjarney tilbúin að horfa út fyrir landsteinana. Raunar sé hún búin að auglýsa stöðuna erlendis. „Það er einn þar sem að kemur til greina og svo hef ég einnig heyrt frá öðru fólki. Það verður gaman að sjá og ég mun taka ákvörðunina í þessari viku," segir Bjarney. Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvort verið væri að sækja ákveðinn aðila út fyrir landsteinana með svo nákvæmri atvinnuauglýsingu. Hvort sýna ætti fram á að enginn hér á landi gæti uppfyllt allar kröfurnar og því þyrfti að leita út fyrir landsteinana þar sem rétta manninn væri að finna. Jafnvel fyrirfram ákveðinn einstakling. Bjarney þvertekur fyrir það. „Nei, þetta er ekkert svoleiðis. Þessi manneskja sem kemur til greina er frá Spáni. Ég auglýsti þar af því ég bjó þar svolítið lengi. Hún sagðist alveg vilja koma ef þannig hentaði. Spánverjar þurfa ekkert leyfi til að koma hingað og vinna," segir Bjarney og bætir við að best væri að viðkomandi væri Íslendingur. „Það er kannski betra að hafa Íslending sem að þekkir landið betur og svona. En ég hef fengið helling af fyrirspurnum og umsóknum sem verður gaman að skoða."
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira