Ferrari og Maserati vélar í Alfa Romeo 5. febrúar 2013 16:45 Fiat ætlar ekki að gefast upp á Alfa Romeo merkinu og ætlar því stóra hluti á lúxusbílamarkaði Stærsta vandamál Alfa Romeo er skortur á viðeigandi vélum. Fiat er svo umhugað að koma Alfa Romeo aftur á kortið að það ætlar að fá Ferrari og Maserati við að aðstoða Alfa Romeo við vélasmíði í nýja bíla sína. Þessi fyrirtæki tilheyra öll Fiat samstæðunni. Fiat ætlar að setja Guilia bílinn og tveggja sæta "roadster" sportbíl á markað á næsta ári í viðbót við Alfa Romeo 4C sportbíl sem lengri bið verður eftir. Bætast þessir bílar við fyrri gerðirnar MiTO og Guilietta. Sergio Marchionne forstjóri Fiat hefur látið hafa eftir sér að stærsta vandamál Alfa Romeo sé að framleiða vélar sem eru þess verðar að vera í bílum með merki Alfa Romeo. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent
Stærsta vandamál Alfa Romeo er skortur á viðeigandi vélum. Fiat er svo umhugað að koma Alfa Romeo aftur á kortið að það ætlar að fá Ferrari og Maserati við að aðstoða Alfa Romeo við vélasmíði í nýja bíla sína. Þessi fyrirtæki tilheyra öll Fiat samstæðunni. Fiat ætlar að setja Guilia bílinn og tveggja sæta "roadster" sportbíl á markað á næsta ári í viðbót við Alfa Romeo 4C sportbíl sem lengri bið verður eftir. Bætast þessir bílar við fyrri gerðirnar MiTO og Guilietta. Sergio Marchionne forstjóri Fiat hefur látið hafa eftir sér að stærsta vandamál Alfa Romeo sé að framleiða vélar sem eru þess verðar að vera í bílum með merki Alfa Romeo.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent