Leyfa Írar hóflegan ölvunarakstur? 29. janúar 2013 10:00 Afar skiptar skoðanir eru um tillögu írska þingmannsins Hugsað til að koma í veg fyrir einangrun aldraðra. Flest lönd hafa hert reglur er varða hámarks vínanda í blóði ökumanna, en uppi er hugmynd á Írlandi sem gengur í þveröfuga átt. Írskur þingmaður hefur miklar áhyggjur af einangrun gamals fólks á landsbyggðinni. Hann telur að harðar reglur gegn akstri undir áhrifum geri það að verkum að gamla fólkið sitji heima frekar en að sækja þann eina félagsskap sem þeir margir hverjir hafa möguleika á, það er á pöbbinn. Því sé alveg ómögulegt að þeim leyfist ekki að aka bílum sínum þaðan og heim eftir að hafa skvett í sig örfáum bjórum. Þingmaðurinn vill aðeins leyfa rýmri reglur á ákveðnum svæðum í landinu, þar sem vandi þessa fólks er sem mestur, í dreifðari byggðum. Hann telur einnig að takmarka ætti hámarkshraða þann sem leyfður yrði hjá þeim sem lögin tækju til við 20 til 30 mílur, eða 35-50 kílómetra hraða. Ekki eru allir sammála tillögu þingmannsins ágæta, en hann á örugglega nokkuð fleiri vini á landsbyggðinni nú en áður en hann bar fram þessa sérstöku tillögu. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent
Hugsað til að koma í veg fyrir einangrun aldraðra. Flest lönd hafa hert reglur er varða hámarks vínanda í blóði ökumanna, en uppi er hugmynd á Írlandi sem gengur í þveröfuga átt. Írskur þingmaður hefur miklar áhyggjur af einangrun gamals fólks á landsbyggðinni. Hann telur að harðar reglur gegn akstri undir áhrifum geri það að verkum að gamla fólkið sitji heima frekar en að sækja þann eina félagsskap sem þeir margir hverjir hafa möguleika á, það er á pöbbinn. Því sé alveg ómögulegt að þeim leyfist ekki að aka bílum sínum þaðan og heim eftir að hafa skvett í sig örfáum bjórum. Þingmaðurinn vill aðeins leyfa rýmri reglur á ákveðnum svæðum í landinu, þar sem vandi þessa fólks er sem mestur, í dreifðari byggðum. Hann telur einnig að takmarka ætti hámarkshraða þann sem leyfður yrði hjá þeim sem lögin tækju til við 20 til 30 mílur, eða 35-50 kílómetra hraða. Ekki eru allir sammála tillögu þingmannsins ágæta, en hann á örugglega nokkuð fleiri vini á landsbyggðinni nú en áður en hann bar fram þessa sérstöku tillögu.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent