Lífið

Sjáðu þetta - Margrét Gnarr getur sko sungið

Ellý Ármanns skrifar
"Við vorum búin að tala um að vinna saman í svona ár þangað til við létum verða af því. Þetta byrjaði með jólahlaðborði Sporthússins þar sem við vorum beðin um að spila saman og núna síðastliðnu helgi tókum við nokkur lög á árshátíðinni í Sporthúsinu," segir Margrét Edda Gnarr fitnessdrottning með meiru og Íslandsmeistari í Taekwondo sem flytur lagið Stúlkan sem starir á hafið eftir Bubba Morthens við undirleik Benjamíns Þórs Þorgrímssonar í meðfylgjandi myndskeiði.



Gott samstarf



Hvernig gengur samstarfið? "Það er æðislegt að vinna með Benna. Hann er svo einlægur og góður og við erum mjög svipaðar týpur þannig að samstarfið er mjög þægilegt. Við erum nú þegar búin að fá nokkur tilboð í að syngja í brúðkaupum og fleira í sumar sem okkur finnst mjög skemmtilegt," svarar Margrét.

Hér er Facebooksíða Margrétar og Benna en þau kalla sig Fríða & Dýrið.

Margrét varð sigurvegari á Íslandsmótinu í Taekwondo á dögunum en þar keppti hún á móti Norðurlandameistara Íslands, Ingibjörgu Erlu, sem varð í 2. sæti. Þá var Margrét einnig valin besti keppandi mótsins í kvennaflokki.
Fríða og dýrið komu fram á árshátíð Sporthússins síðustu helgi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.