Skólasöfn grunnskólanna eru upplýsingaveitur sem styðja við læsi í víðum skilningi Siggerður Ólöf Sigurðardóttir skrifar 21. desember 2013 06:00 Nú á tímum aðventu velta margir fyrir sér bókum og bókagjöfum. Hverjum á að gefa hvað og hvernig skyldi nú staðið að vali á bókagjöfum. Miðað við nýlegar kannanir á bóksölu virðast það einkum vera ömmur og afar sem kaupa og gefa bækur. Þau eru kannski ekki best að sér hvaða bækur eru vinsælastar meðal barnanna og leita því gjarnan í vinsældarlista bóksala. Einnig getur það verið afar gagnlegt fyrir þennan hóp neytenda að hafa merkingar á bókunum fyrir hvaða aldur þær eru ætlaðar. En er það endilega svo heppilegt þegar hugsað er út frá barninu eða þeim sem fær bókina að gjöf? Það hlýtur að vera fremur dapurlegt fyrir tólf ára barn að fá bók þrælmerkta fyrir 10 ára og eldri en ráða ekki við að lesa hana og þurfa léttara efni. Er það lestrarhvetjandi? Nei. Þá er mikilvægt að börnin ykkar eigi aðgengi að skólasafni þar sem þeim er hjálpað að velja bækur og lesefni sem er í takti við þeirra áhuga og getu. Þegar litið er til skaðans sem hlýst af því að lesa efni sem bæði er of þungt og höfðar engan veginn til lesandans er vert að minna á að það er gríðarlega mikils virði að börn séu vel studd til lesturs. Allt frá leikskólaaldri og út allan grunnskólann, í að hlusta, lesa, ræða og rita um barnabækur. Víða hafa leikskólar tekið vel við sér og fjárfest í bókakosti sem kemur sér vel í sögustundum og fyrir þá hópa sem eru að útskrifast upp í grunnskóla. Hvað gerist svo í grunnskólanum þegar þangað koma börn nokkurn veginn læs og spennt fyrir sinni skólagöngu? Oft hafa skólarnir takmarkaðan bókakost til að bjóða sínum nemendum upp á því hvorki er mikið úrval af útgefnu léttlestrarefni frá Námsgagnastofnun né léttum barnabókum. Þó vissulega sé að verða ánægjuleg breyting á því sviði með tilkomu Skólavefsins, sem hefur komið með heilstætt íslenskuefni sem og mikið af ýmsu öðru efni. Bæði skólarnir og heimilin geta nýtt sér þessa kærkomnu viðbót með því að kaupa áskrift að vefnum. Víða hafa nemendur ekki neitt eða mjög takmarkað aðgengi að skólasafni í sínum skóla þó svo að til þess sé ætlast í lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Það er líka mjög misjafnt eftir foreldrum og forráðamönnum hversu virkir þeir eru í að fara með sín börn á almenningssöfnin.Hugsunarleysi Skólasöfn grunnskólanna hafa verið í lögum um grunnskóla allt frá árinu 1974 ef undan er skilið tímabilið 2008 til 2011. Samt hefur aldrei náðst að tryggja að skólasöfn séu opin og nemendum aðgengileg á meðan á skóla stendur, því opnunartími þeirra og fjárframlög til þeirra hafa verið háð nemendafjölda skólans og stefnu skólayfirvalda. Þar fyrir utan hefur aldrei náðst sátt um að á skólasöfnum grunnskólanna vinni fagmenntaður einstaklingur sem hefur innsýn í kennslufræði og þekkingu á sviði upplýsingafræða. Vera má að þetta sé af fjárskorti en frekar tel ég þetta stafa af hugsunarleysi. Hvað er gert á skólasafni og hvernig ber skólasafninu að sinna þörfum nemenda? Eiga skólasöfnin að vera dýrar skólastofur, sem eru fullar af bókum en alltaf lokaðar því þar er kennsla í gangi og því ekki æskilegt að nemendur séu að koma til að sækja sér bækur og trufla kennslu? Fyrir tveim árum vann Félag fagfólks á skólasöfnum könnun um virkni og starfsemi á skólasöfnum og meðal annars var þá spurt um menntun starfsmanns. Þá kom í ljós að í fyrsta lagi voru söfnin víða lokuð nánast allan daginn og á þeim unnu þrír jafn stórir hópar, þetta voru bókasafns- og upplýsingafræðingar, almennir kennarar og þriðji hópurinn var hvorki kennarar né upplýsingafræðingar heldur aðrir starfsmenn. Hvað þýðir það og hvernig skyldi þeim skólasöfnum vera sinnt? Hver er þá sérstaða skólasafnanna? Þau eru í raun almenningssöfn en eiga einkum að sinna nemendum sínum og skólafólki. Þau eiga að styðja við allt skólastarf og vera vettvangur fjölbreytni þar sem fengist er við upplýsingar á ýmsu formi og miðlun. Þar er því starfsemin miðuð að þörfum skólasamfélagsins en einnig er reynt að styðja við samvinnu milli safna og skólastiga. Þau falla því bæði undir lög um grunnskóla nr. 91/2008 með viðbótum sem tóku gildi 1. júlí 2011 sem og bókasafnslög nr. 150/2012.Vinsæll reitur Á tímum örra breytinga á sviði upplýsingatækni er skólasafnið mjög vinsæll reitur, eins konar heitur reitur í miðju skólastarfsins, og þá skiptir máli að forstöðumenn séu vel að sér á sviði upplýsingatækninnar og hafa menntun á sviði upplýsingalæsis til að efla hæfni nemenda. Við köllum það að verða upplýsingalæs að öðlast þjálfun í að leita upplýsinga, markvisst, það þýðir að nemendur leita að því sem þeir þurfa að vita og hvar þeir eiga að leita að upplýsingunum. Fara yfir gögnin, hvort þeir hafi nægar upplýsingar eða hvort þá vanti að leita frekar og jafnvel á nýjum forsendum. Einnig að vinna með upplýsingar í takt við lög og reglur um höfundarrétt sem og að miðla nýrri þekkingu og velja til þess viðeigandi miðil. Þess má geta að talað er um copy–paste kynslóðina á okkar tímum en það eru nemendur allt frá grunnskólaaldri til háskólanemenda og má ætla að þeir hafi ekki fengið tilhlýðilega þjálfun í upplýsingalæsi. Ef læra má af niðurstöðum PISA-könnunar finnst mér mjög furðulegt hvað fáir ræða hvað það vantar mikið upp á að nemendur læri að draga ályktanir af vinnu sinni og lestri. Læri að lesa og túlka ýmis kort og gröf og upplýsingar í ýmsu formi. Sá sem getur lesið sér til gagns þarf nefnilega að kunna að lesa í ýmiss konar gögn og túlka þau sem og draga skynsamlega ályktun af því sem hann hefur lesið. Margt námsefni býður alls ekki upp á þessa túlkun en þar sem unnið er þverfaglega í samvinnu við skólasöfn, sem og upplýsingaver skólanna, er víða unnið vel að þessum þáttum. Má ætla að þeir skólar skili sínum nemendum nokkuð vel læsum í víðum skilningi.Lesum saman Hvað er þá til ráða? Væntanlega væri rétt að bæta kjör kennara og forstöðumanna skólasafna og skerpa á virðingu fyrir starfi þeirra. Það er ekki boðlegt að starfsmenn skólasafna hafa haft óbreytta samninga síðustu 17 árin. Ekki einu sinni leiðrétt ásláttarvilla í samningnum. Einnig verður að virða það að skólasöfn eru upplýsingamiðstöðvar eða upplýsingaver sem þurfa að vera aðgengileg meðan að skólastarf fer fram. Ekki bara einn til tvo klukkutíma á dag. Þú ferð ekki margar ferðir á skólasafn sem hefur engar nýjar bækur og býður aldrei upp á neina spennandi viðburði. Skólasöfnin eru nefnilega ekki bara bókageymslur heldur staður þar sem allt skólastarf hefur aðsetur í formi upplýsingaleita, miðlunar og sköpunar. Skólasöfnin gegna því stóru og mikilvægu hlutverki í nútíma skólasamfélagi þar sem sinna á þörfum allra nemenda í takti við getu þeirra og þarfir og læsi er grunnurinn að öllu öðru námi. Það þarf að virða að börnin okkar þurfa tíma, þau læra það sem fyrir þeim er haft, og foreldrar eru þeirra sterkasta fyrirmynd. Það skiptir máli að styðja við lestur, einnig að hvetja þau til þekkingarleitar, opna augu þeirra fyrir mikilvægi þeirrar staðreyndar að upplýsingar eru mis góðar. Þau læri muninn á staðreynd og skoðun og þau dragi ályktanir af sinni þekkingarleit. Aðventan er frábær tími fyrir foreldra til að styðja við það sem t.d. skólasöfnin eru að gera með nemendum sínum. Lesum því saman núna á aðventunni, bæði börn og fullorðnir. Styrkjum útgáfu íslenskra barna- og unglinabóka og kaupum bækur. Njótum þess að eiga fjölskyldustund í formi lesturs. Það má lesa bækur á ýmsu formi og í gegnum margvíslega miðla en oftast verður gamla góða bókin fyrir valinu þegar kemur að fjölskyldustundunum. Þær stundir eru ómetanlegar ekki bara til að eiga frábæra samveru sem er ein besta framtíðarfjárfestingin fyrir börnin okkar en einnig leið til að eiga gæðastund sem allir fjölskyldumeðlimir njóta jafn vel og búa að ævilangt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Nú á tímum aðventu velta margir fyrir sér bókum og bókagjöfum. Hverjum á að gefa hvað og hvernig skyldi nú staðið að vali á bókagjöfum. Miðað við nýlegar kannanir á bóksölu virðast það einkum vera ömmur og afar sem kaupa og gefa bækur. Þau eru kannski ekki best að sér hvaða bækur eru vinsælastar meðal barnanna og leita því gjarnan í vinsældarlista bóksala. Einnig getur það verið afar gagnlegt fyrir þennan hóp neytenda að hafa merkingar á bókunum fyrir hvaða aldur þær eru ætlaðar. En er það endilega svo heppilegt þegar hugsað er út frá barninu eða þeim sem fær bókina að gjöf? Það hlýtur að vera fremur dapurlegt fyrir tólf ára barn að fá bók þrælmerkta fyrir 10 ára og eldri en ráða ekki við að lesa hana og þurfa léttara efni. Er það lestrarhvetjandi? Nei. Þá er mikilvægt að börnin ykkar eigi aðgengi að skólasafni þar sem þeim er hjálpað að velja bækur og lesefni sem er í takti við þeirra áhuga og getu. Þegar litið er til skaðans sem hlýst af því að lesa efni sem bæði er of þungt og höfðar engan veginn til lesandans er vert að minna á að það er gríðarlega mikils virði að börn séu vel studd til lesturs. Allt frá leikskólaaldri og út allan grunnskólann, í að hlusta, lesa, ræða og rita um barnabækur. Víða hafa leikskólar tekið vel við sér og fjárfest í bókakosti sem kemur sér vel í sögustundum og fyrir þá hópa sem eru að útskrifast upp í grunnskóla. Hvað gerist svo í grunnskólanum þegar þangað koma börn nokkurn veginn læs og spennt fyrir sinni skólagöngu? Oft hafa skólarnir takmarkaðan bókakost til að bjóða sínum nemendum upp á því hvorki er mikið úrval af útgefnu léttlestrarefni frá Námsgagnastofnun né léttum barnabókum. Þó vissulega sé að verða ánægjuleg breyting á því sviði með tilkomu Skólavefsins, sem hefur komið með heilstætt íslenskuefni sem og mikið af ýmsu öðru efni. Bæði skólarnir og heimilin geta nýtt sér þessa kærkomnu viðbót með því að kaupa áskrift að vefnum. Víða hafa nemendur ekki neitt eða mjög takmarkað aðgengi að skólasafni í sínum skóla þó svo að til þess sé ætlast í lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Það er líka mjög misjafnt eftir foreldrum og forráðamönnum hversu virkir þeir eru í að fara með sín börn á almenningssöfnin.Hugsunarleysi Skólasöfn grunnskólanna hafa verið í lögum um grunnskóla allt frá árinu 1974 ef undan er skilið tímabilið 2008 til 2011. Samt hefur aldrei náðst að tryggja að skólasöfn séu opin og nemendum aðgengileg á meðan á skóla stendur, því opnunartími þeirra og fjárframlög til þeirra hafa verið háð nemendafjölda skólans og stefnu skólayfirvalda. Þar fyrir utan hefur aldrei náðst sátt um að á skólasöfnum grunnskólanna vinni fagmenntaður einstaklingur sem hefur innsýn í kennslufræði og þekkingu á sviði upplýsingafræða. Vera má að þetta sé af fjárskorti en frekar tel ég þetta stafa af hugsunarleysi. Hvað er gert á skólasafni og hvernig ber skólasafninu að sinna þörfum nemenda? Eiga skólasöfnin að vera dýrar skólastofur, sem eru fullar af bókum en alltaf lokaðar því þar er kennsla í gangi og því ekki æskilegt að nemendur séu að koma til að sækja sér bækur og trufla kennslu? Fyrir tveim árum vann Félag fagfólks á skólasöfnum könnun um virkni og starfsemi á skólasöfnum og meðal annars var þá spurt um menntun starfsmanns. Þá kom í ljós að í fyrsta lagi voru söfnin víða lokuð nánast allan daginn og á þeim unnu þrír jafn stórir hópar, þetta voru bókasafns- og upplýsingafræðingar, almennir kennarar og þriðji hópurinn var hvorki kennarar né upplýsingafræðingar heldur aðrir starfsmenn. Hvað þýðir það og hvernig skyldi þeim skólasöfnum vera sinnt? Hver er þá sérstaða skólasafnanna? Þau eru í raun almenningssöfn en eiga einkum að sinna nemendum sínum og skólafólki. Þau eiga að styðja við allt skólastarf og vera vettvangur fjölbreytni þar sem fengist er við upplýsingar á ýmsu formi og miðlun. Þar er því starfsemin miðuð að þörfum skólasamfélagsins en einnig er reynt að styðja við samvinnu milli safna og skólastiga. Þau falla því bæði undir lög um grunnskóla nr. 91/2008 með viðbótum sem tóku gildi 1. júlí 2011 sem og bókasafnslög nr. 150/2012.Vinsæll reitur Á tímum örra breytinga á sviði upplýsingatækni er skólasafnið mjög vinsæll reitur, eins konar heitur reitur í miðju skólastarfsins, og þá skiptir máli að forstöðumenn séu vel að sér á sviði upplýsingatækninnar og hafa menntun á sviði upplýsingalæsis til að efla hæfni nemenda. Við köllum það að verða upplýsingalæs að öðlast þjálfun í að leita upplýsinga, markvisst, það þýðir að nemendur leita að því sem þeir þurfa að vita og hvar þeir eiga að leita að upplýsingunum. Fara yfir gögnin, hvort þeir hafi nægar upplýsingar eða hvort þá vanti að leita frekar og jafnvel á nýjum forsendum. Einnig að vinna með upplýsingar í takt við lög og reglur um höfundarrétt sem og að miðla nýrri þekkingu og velja til þess viðeigandi miðil. Þess má geta að talað er um copy–paste kynslóðina á okkar tímum en það eru nemendur allt frá grunnskólaaldri til háskólanemenda og má ætla að þeir hafi ekki fengið tilhlýðilega þjálfun í upplýsingalæsi. Ef læra má af niðurstöðum PISA-könnunar finnst mér mjög furðulegt hvað fáir ræða hvað það vantar mikið upp á að nemendur læri að draga ályktanir af vinnu sinni og lestri. Læri að lesa og túlka ýmis kort og gröf og upplýsingar í ýmsu formi. Sá sem getur lesið sér til gagns þarf nefnilega að kunna að lesa í ýmiss konar gögn og túlka þau sem og draga skynsamlega ályktun af því sem hann hefur lesið. Margt námsefni býður alls ekki upp á þessa túlkun en þar sem unnið er þverfaglega í samvinnu við skólasöfn, sem og upplýsingaver skólanna, er víða unnið vel að þessum þáttum. Má ætla að þeir skólar skili sínum nemendum nokkuð vel læsum í víðum skilningi.Lesum saman Hvað er þá til ráða? Væntanlega væri rétt að bæta kjör kennara og forstöðumanna skólasafna og skerpa á virðingu fyrir starfi þeirra. Það er ekki boðlegt að starfsmenn skólasafna hafa haft óbreytta samninga síðustu 17 árin. Ekki einu sinni leiðrétt ásláttarvilla í samningnum. Einnig verður að virða það að skólasöfn eru upplýsingamiðstöðvar eða upplýsingaver sem þurfa að vera aðgengileg meðan að skólastarf fer fram. Ekki bara einn til tvo klukkutíma á dag. Þú ferð ekki margar ferðir á skólasafn sem hefur engar nýjar bækur og býður aldrei upp á neina spennandi viðburði. Skólasöfnin eru nefnilega ekki bara bókageymslur heldur staður þar sem allt skólastarf hefur aðsetur í formi upplýsingaleita, miðlunar og sköpunar. Skólasöfnin gegna því stóru og mikilvægu hlutverki í nútíma skólasamfélagi þar sem sinna á þörfum allra nemenda í takti við getu þeirra og þarfir og læsi er grunnurinn að öllu öðru námi. Það þarf að virða að börnin okkar þurfa tíma, þau læra það sem fyrir þeim er haft, og foreldrar eru þeirra sterkasta fyrirmynd. Það skiptir máli að styðja við lestur, einnig að hvetja þau til þekkingarleitar, opna augu þeirra fyrir mikilvægi þeirrar staðreyndar að upplýsingar eru mis góðar. Þau læri muninn á staðreynd og skoðun og þau dragi ályktanir af sinni þekkingarleit. Aðventan er frábær tími fyrir foreldra til að styðja við það sem t.d. skólasöfnin eru að gera með nemendum sínum. Lesum því saman núna á aðventunni, bæði börn og fullorðnir. Styrkjum útgáfu íslenskra barna- og unglinabóka og kaupum bækur. Njótum þess að eiga fjölskyldustund í formi lesturs. Það má lesa bækur á ýmsu formi og í gegnum margvíslega miðla en oftast verður gamla góða bókin fyrir valinu þegar kemur að fjölskyldustundunum. Þær stundir eru ómetanlegar ekki bara til að eiga frábæra samveru sem er ein besta framtíðarfjárfestingin fyrir börnin okkar en einnig leið til að eiga gæðastund sem allir fjölskyldumeðlimir njóta jafn vel og búa að ævilangt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar