Hin hliðin á viðreisn LSH Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 17. desember 2013 07:00 Hópar lækna geysast fram á ritvöllinn í þeim tilgangi að ná eyrum fjárveitingavaldsins sem þeir telja að nauðsynlegt til að reisa við starfsemi LSH. Þeir leggjast á eitt við að lýsa eymdinni sem þar ríkir og hvernig hún er til komin. Í síðustu hópgrein lækna 22. nóvember sl. er aðgerðaráætlun í sex liðum lögð fram. Áætlun sem aðrir eiga að framkvæma strax annars? Höfundar höfða til þess að spítalinn sé eign allra landsmanna, sennilega í þeim tilgangi að leggja ábyrgðina á okkar herðar. Mitt í þessari umræðu stendur þjóðkirkjan fyrir söfnun og fleiri láta hendur standa fram úr ermum og færa spítalanum stórar fjárhæðir og tæki til að bæta aðstöðuna. Landsmenn láta spítalann sig varða. En hver er ábyrgð starfsmanna og hvað ætla þeir að gera í stöðunni? Ég hef fylgst með málefninu „öryggi sjúklinga“ í mörg ár og átt í miður góðum samskiptum við stjórnendur spítalans eftir alvarlegt óhapp sem leiddi son minn til dauða. Hvernig er staðan í öryggismálum sjúklinga á LSH í raun og veru? Þar sem ég hef fylgst náið með langar mig að lýsa þessari hlið á viðreisn spítalans.Hættulegasti staður landsins Í fyrsta lagi kom fram á ráðstefnu um öryggi sjúklinga, í Hörpu 3. september 2013, að óhöpp á LSH leiða 170 manns á ári til dauða og 600 verða fyrir varanlegu tjóni en samtals eru óhöppin 2.500 á ári. Það má segja að LSH sé hættulegasti staður landsins. Sjálf veit ég að verkefni við innleiðingu atvikaskráningar hafa ítrekað farið forgörðum vegna lélegrar þátttöku. Annað sem fram kom á ráðstefnunni var mikilvægi þátttöku sjúklinga í öryggi sjúklinga. Það fer mjög hljótt um aðgerðir í þessum efnum eftir ráðstefnuna en sams konar ráðstefna var haldin hér 2007 og ekkert breytist á milli þeirra. Almenningur og stjórnvöld hafa enn enga formlega aðkomu að vinnunni. Í öðru lagi er staða á verkefninu „LEAN á LSH“ (gæðakerfinu LEAN á LSH) harla dapurleg. Sem áhugamaður var ég forvitin enda er kerfið eitt það vinsælasta í gæðamálum. Ég hlustaði á erindi á um þetta þann 17. október sl. á LSH. Þar kom fram að öryggi sjúklinga er ekki á dagskrá verkefnisins fyrr en eftir 2-3 ár, það síðasta sem á að fara í. Af hverju er það aftast í röðinni? Einnig kom fram að hingað til hefur LEAN-kerfi verið mest notað til að taka til og endurraða innanstokksmunum á skrifstofum og vaktherbergjum spítalans. Í þriðja lagi vil ég hvetja þig til að horfa á Kastljós frá 4. desember 2012, en þar sagði framkvæmdastjóri lækninga um rannsókn spítalans á mistökum: „Í tilvikum sem þessum þá er farið af stað í rannsókn alltaf með sama hætti. Það er bara farið eftir ákveðnum reglum og þessi tilvik eru bara skoðuð nákvæmlega.“ Hann fullyrti að alvarleg tilvik væru 5-10 á ári. Athugaðu að hann segir að reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. Ég hef í höndunum bréf frá aðstoðarframkvæmdastjóra lækninga LSH þar sem fram kemur að þessar reglur séu ekki til og ekki standi til að setja þær. Hvað var framkvæmdastjórinn að reyna að sannfæra okkur um? Ég vil veg LSH sem mestan og koma í veg fyrir dýrkeypt óhöpp og óþarfa þjáningar. Hvergi í ofangreindum skrifum læknanna kemur fram hvernig eigi að tryggja öryggi sjúklinga en það ætti að vera fyrsti liður í aðgerðaráætluninni. Það er verkefni starfsmanna en ekki almennings eða fjárveitingavaldsins. Það er augljós tregða á LSH í að vinna að öryggi sjúklinga og hljóma umræddar greinar sem bjalla sem ég bíð eftir að hljóðni því hún gerir ekkert annað en að skera í eyrun. Sjúklingar sækjast eftir virðingu og umhyggju. Ég verð að sjá að læknar beiti sér fyrir því að hefja öryggi sjúklinga upp á æðra plan og farið verði í að vinna markvisst að því að læra af mistökum og klára slík mál með sóma. Þessu verður að koma í gang strax svo hægt verði að reisa Landspítalann við fyrir alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hópar lækna geysast fram á ritvöllinn í þeim tilgangi að ná eyrum fjárveitingavaldsins sem þeir telja að nauðsynlegt til að reisa við starfsemi LSH. Þeir leggjast á eitt við að lýsa eymdinni sem þar ríkir og hvernig hún er til komin. Í síðustu hópgrein lækna 22. nóvember sl. er aðgerðaráætlun í sex liðum lögð fram. Áætlun sem aðrir eiga að framkvæma strax annars? Höfundar höfða til þess að spítalinn sé eign allra landsmanna, sennilega í þeim tilgangi að leggja ábyrgðina á okkar herðar. Mitt í þessari umræðu stendur þjóðkirkjan fyrir söfnun og fleiri láta hendur standa fram úr ermum og færa spítalanum stórar fjárhæðir og tæki til að bæta aðstöðuna. Landsmenn láta spítalann sig varða. En hver er ábyrgð starfsmanna og hvað ætla þeir að gera í stöðunni? Ég hef fylgst með málefninu „öryggi sjúklinga“ í mörg ár og átt í miður góðum samskiptum við stjórnendur spítalans eftir alvarlegt óhapp sem leiddi son minn til dauða. Hvernig er staðan í öryggismálum sjúklinga á LSH í raun og veru? Þar sem ég hef fylgst náið með langar mig að lýsa þessari hlið á viðreisn spítalans.Hættulegasti staður landsins Í fyrsta lagi kom fram á ráðstefnu um öryggi sjúklinga, í Hörpu 3. september 2013, að óhöpp á LSH leiða 170 manns á ári til dauða og 600 verða fyrir varanlegu tjóni en samtals eru óhöppin 2.500 á ári. Það má segja að LSH sé hættulegasti staður landsins. Sjálf veit ég að verkefni við innleiðingu atvikaskráningar hafa ítrekað farið forgörðum vegna lélegrar þátttöku. Annað sem fram kom á ráðstefnunni var mikilvægi þátttöku sjúklinga í öryggi sjúklinga. Það fer mjög hljótt um aðgerðir í þessum efnum eftir ráðstefnuna en sams konar ráðstefna var haldin hér 2007 og ekkert breytist á milli þeirra. Almenningur og stjórnvöld hafa enn enga formlega aðkomu að vinnunni. Í öðru lagi er staða á verkefninu „LEAN á LSH“ (gæðakerfinu LEAN á LSH) harla dapurleg. Sem áhugamaður var ég forvitin enda er kerfið eitt það vinsælasta í gæðamálum. Ég hlustaði á erindi á um þetta þann 17. október sl. á LSH. Þar kom fram að öryggi sjúklinga er ekki á dagskrá verkefnisins fyrr en eftir 2-3 ár, það síðasta sem á að fara í. Af hverju er það aftast í röðinni? Einnig kom fram að hingað til hefur LEAN-kerfi verið mest notað til að taka til og endurraða innanstokksmunum á skrifstofum og vaktherbergjum spítalans. Í þriðja lagi vil ég hvetja þig til að horfa á Kastljós frá 4. desember 2012, en þar sagði framkvæmdastjóri lækninga um rannsókn spítalans á mistökum: „Í tilvikum sem þessum þá er farið af stað í rannsókn alltaf með sama hætti. Það er bara farið eftir ákveðnum reglum og þessi tilvik eru bara skoðuð nákvæmlega.“ Hann fullyrti að alvarleg tilvik væru 5-10 á ári. Athugaðu að hann segir að reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. Ég hef í höndunum bréf frá aðstoðarframkvæmdastjóra lækninga LSH þar sem fram kemur að þessar reglur séu ekki til og ekki standi til að setja þær. Hvað var framkvæmdastjórinn að reyna að sannfæra okkur um? Ég vil veg LSH sem mestan og koma í veg fyrir dýrkeypt óhöpp og óþarfa þjáningar. Hvergi í ofangreindum skrifum læknanna kemur fram hvernig eigi að tryggja öryggi sjúklinga en það ætti að vera fyrsti liður í aðgerðaráætluninni. Það er verkefni starfsmanna en ekki almennings eða fjárveitingavaldsins. Það er augljós tregða á LSH í að vinna að öryggi sjúklinga og hljóma umræddar greinar sem bjalla sem ég bíð eftir að hljóðni því hún gerir ekkert annað en að skera í eyrun. Sjúklingar sækjast eftir virðingu og umhyggju. Ég verð að sjá að læknar beiti sér fyrir því að hefja öryggi sjúklinga upp á æðra plan og farið verði í að vinna markvisst að því að læra af mistökum og klára slík mál með sóma. Þessu verður að koma í gang strax svo hægt verði að reisa Landspítalann við fyrir alvöru.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar