Hin hliðin á viðreisn LSH Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 17. desember 2013 07:00 Hópar lækna geysast fram á ritvöllinn í þeim tilgangi að ná eyrum fjárveitingavaldsins sem þeir telja að nauðsynlegt til að reisa við starfsemi LSH. Þeir leggjast á eitt við að lýsa eymdinni sem þar ríkir og hvernig hún er til komin. Í síðustu hópgrein lækna 22. nóvember sl. er aðgerðaráætlun í sex liðum lögð fram. Áætlun sem aðrir eiga að framkvæma strax annars? Höfundar höfða til þess að spítalinn sé eign allra landsmanna, sennilega í þeim tilgangi að leggja ábyrgðina á okkar herðar. Mitt í þessari umræðu stendur þjóðkirkjan fyrir söfnun og fleiri láta hendur standa fram úr ermum og færa spítalanum stórar fjárhæðir og tæki til að bæta aðstöðuna. Landsmenn láta spítalann sig varða. En hver er ábyrgð starfsmanna og hvað ætla þeir að gera í stöðunni? Ég hef fylgst með málefninu „öryggi sjúklinga“ í mörg ár og átt í miður góðum samskiptum við stjórnendur spítalans eftir alvarlegt óhapp sem leiddi son minn til dauða. Hvernig er staðan í öryggismálum sjúklinga á LSH í raun og veru? Þar sem ég hef fylgst náið með langar mig að lýsa þessari hlið á viðreisn spítalans.Hættulegasti staður landsins Í fyrsta lagi kom fram á ráðstefnu um öryggi sjúklinga, í Hörpu 3. september 2013, að óhöpp á LSH leiða 170 manns á ári til dauða og 600 verða fyrir varanlegu tjóni en samtals eru óhöppin 2.500 á ári. Það má segja að LSH sé hættulegasti staður landsins. Sjálf veit ég að verkefni við innleiðingu atvikaskráningar hafa ítrekað farið forgörðum vegna lélegrar þátttöku. Annað sem fram kom á ráðstefnunni var mikilvægi þátttöku sjúklinga í öryggi sjúklinga. Það fer mjög hljótt um aðgerðir í þessum efnum eftir ráðstefnuna en sams konar ráðstefna var haldin hér 2007 og ekkert breytist á milli þeirra. Almenningur og stjórnvöld hafa enn enga formlega aðkomu að vinnunni. Í öðru lagi er staða á verkefninu „LEAN á LSH“ (gæðakerfinu LEAN á LSH) harla dapurleg. Sem áhugamaður var ég forvitin enda er kerfið eitt það vinsælasta í gæðamálum. Ég hlustaði á erindi á um þetta þann 17. október sl. á LSH. Þar kom fram að öryggi sjúklinga er ekki á dagskrá verkefnisins fyrr en eftir 2-3 ár, það síðasta sem á að fara í. Af hverju er það aftast í röðinni? Einnig kom fram að hingað til hefur LEAN-kerfi verið mest notað til að taka til og endurraða innanstokksmunum á skrifstofum og vaktherbergjum spítalans. Í þriðja lagi vil ég hvetja þig til að horfa á Kastljós frá 4. desember 2012, en þar sagði framkvæmdastjóri lækninga um rannsókn spítalans á mistökum: „Í tilvikum sem þessum þá er farið af stað í rannsókn alltaf með sama hætti. Það er bara farið eftir ákveðnum reglum og þessi tilvik eru bara skoðuð nákvæmlega.“ Hann fullyrti að alvarleg tilvik væru 5-10 á ári. Athugaðu að hann segir að reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. Ég hef í höndunum bréf frá aðstoðarframkvæmdastjóra lækninga LSH þar sem fram kemur að þessar reglur séu ekki til og ekki standi til að setja þær. Hvað var framkvæmdastjórinn að reyna að sannfæra okkur um? Ég vil veg LSH sem mestan og koma í veg fyrir dýrkeypt óhöpp og óþarfa þjáningar. Hvergi í ofangreindum skrifum læknanna kemur fram hvernig eigi að tryggja öryggi sjúklinga en það ætti að vera fyrsti liður í aðgerðaráætluninni. Það er verkefni starfsmanna en ekki almennings eða fjárveitingavaldsins. Það er augljós tregða á LSH í að vinna að öryggi sjúklinga og hljóma umræddar greinar sem bjalla sem ég bíð eftir að hljóðni því hún gerir ekkert annað en að skera í eyrun. Sjúklingar sækjast eftir virðingu og umhyggju. Ég verð að sjá að læknar beiti sér fyrir því að hefja öryggi sjúklinga upp á æðra plan og farið verði í að vinna markvisst að því að læra af mistökum og klára slík mál með sóma. Þessu verður að koma í gang strax svo hægt verði að reisa Landspítalann við fyrir alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Hópar lækna geysast fram á ritvöllinn í þeim tilgangi að ná eyrum fjárveitingavaldsins sem þeir telja að nauðsynlegt til að reisa við starfsemi LSH. Þeir leggjast á eitt við að lýsa eymdinni sem þar ríkir og hvernig hún er til komin. Í síðustu hópgrein lækna 22. nóvember sl. er aðgerðaráætlun í sex liðum lögð fram. Áætlun sem aðrir eiga að framkvæma strax annars? Höfundar höfða til þess að spítalinn sé eign allra landsmanna, sennilega í þeim tilgangi að leggja ábyrgðina á okkar herðar. Mitt í þessari umræðu stendur þjóðkirkjan fyrir söfnun og fleiri láta hendur standa fram úr ermum og færa spítalanum stórar fjárhæðir og tæki til að bæta aðstöðuna. Landsmenn láta spítalann sig varða. En hver er ábyrgð starfsmanna og hvað ætla þeir að gera í stöðunni? Ég hef fylgst með málefninu „öryggi sjúklinga“ í mörg ár og átt í miður góðum samskiptum við stjórnendur spítalans eftir alvarlegt óhapp sem leiddi son minn til dauða. Hvernig er staðan í öryggismálum sjúklinga á LSH í raun og veru? Þar sem ég hef fylgst náið með langar mig að lýsa þessari hlið á viðreisn spítalans.Hættulegasti staður landsins Í fyrsta lagi kom fram á ráðstefnu um öryggi sjúklinga, í Hörpu 3. september 2013, að óhöpp á LSH leiða 170 manns á ári til dauða og 600 verða fyrir varanlegu tjóni en samtals eru óhöppin 2.500 á ári. Það má segja að LSH sé hættulegasti staður landsins. Sjálf veit ég að verkefni við innleiðingu atvikaskráningar hafa ítrekað farið forgörðum vegna lélegrar þátttöku. Annað sem fram kom á ráðstefnunni var mikilvægi þátttöku sjúklinga í öryggi sjúklinga. Það fer mjög hljótt um aðgerðir í þessum efnum eftir ráðstefnuna en sams konar ráðstefna var haldin hér 2007 og ekkert breytist á milli þeirra. Almenningur og stjórnvöld hafa enn enga formlega aðkomu að vinnunni. Í öðru lagi er staða á verkefninu „LEAN á LSH“ (gæðakerfinu LEAN á LSH) harla dapurleg. Sem áhugamaður var ég forvitin enda er kerfið eitt það vinsælasta í gæðamálum. Ég hlustaði á erindi á um þetta þann 17. október sl. á LSH. Þar kom fram að öryggi sjúklinga er ekki á dagskrá verkefnisins fyrr en eftir 2-3 ár, það síðasta sem á að fara í. Af hverju er það aftast í röðinni? Einnig kom fram að hingað til hefur LEAN-kerfi verið mest notað til að taka til og endurraða innanstokksmunum á skrifstofum og vaktherbergjum spítalans. Í þriðja lagi vil ég hvetja þig til að horfa á Kastljós frá 4. desember 2012, en þar sagði framkvæmdastjóri lækninga um rannsókn spítalans á mistökum: „Í tilvikum sem þessum þá er farið af stað í rannsókn alltaf með sama hætti. Það er bara farið eftir ákveðnum reglum og þessi tilvik eru bara skoðuð nákvæmlega.“ Hann fullyrti að alvarleg tilvik væru 5-10 á ári. Athugaðu að hann segir að reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. Ég hef í höndunum bréf frá aðstoðarframkvæmdastjóra lækninga LSH þar sem fram kemur að þessar reglur séu ekki til og ekki standi til að setja þær. Hvað var framkvæmdastjórinn að reyna að sannfæra okkur um? Ég vil veg LSH sem mestan og koma í veg fyrir dýrkeypt óhöpp og óþarfa þjáningar. Hvergi í ofangreindum skrifum læknanna kemur fram hvernig eigi að tryggja öryggi sjúklinga en það ætti að vera fyrsti liður í aðgerðaráætluninni. Það er verkefni starfsmanna en ekki almennings eða fjárveitingavaldsins. Það er augljós tregða á LSH í að vinna að öryggi sjúklinga og hljóma umræddar greinar sem bjalla sem ég bíð eftir að hljóðni því hún gerir ekkert annað en að skera í eyrun. Sjúklingar sækjast eftir virðingu og umhyggju. Ég verð að sjá að læknar beiti sér fyrir því að hefja öryggi sjúklinga upp á æðra plan og farið verði í að vinna markvisst að því að læra af mistökum og klára slík mál með sóma. Þessu verður að koma í gang strax svo hægt verði að reisa Landspítalann við fyrir alvöru.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar