Það voru mikil læti þegar Fernando Alonso yfirgaf McLaren-liðið árið 2007. Hann hafði þá lent í miklum deilum við stjóra liðsins, Ron Dennis.
Dennis er ekki að erfa þetta gamla rifrildi við Alonso og segist vera meira en til í að taka við honum aftur.
"Menn verða að líta á málin þannig að númer eitt í þessum bransa er að vinna keppnir. Það þarf að vinna úr öllum deilum og hjálpast að við að ná árangri. Það er ekkert útilokað í þessum bransa," sagði Dennis.
Samband Alonso og núverandi liðs hans, Ferrari, var ekki gott og McLaren bar því víurnar í hann. Ekki gekk það eftir en McLaren er talið ætla að reyna að fá hann árið 2015.
Alonso er samningsbundinn Ferrari í þrjú ár í viðbót. Hann hefur verið í öðru sæti í Formúlunni þrjú af síðuastu fjórum árum.
