„Utanríkisráðherra er að skemma viðræðuferlið“ Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2013 13:58 Samtökin Já-Ísland lýsa miklum vonbrigðum með ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra að leysa upp samninganefnd Ísland um aðild að Evrópusambandinu á meðan svo kallað hlé stendur yfir á viðræðunum. Formaður Já-Ísland segir utanríkisráðherra skemma fyrir framhaldi evrópuumræðunnar með stefnu sinni og hann sniðgangi Alþingi í málinu. Farsælast væri að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um framhald viðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Samtökin Já-Ísland lýsa miklum vonbrigðum með ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra að leysa upp samninganefnd Ísland um aðild að Evrópusambandinu á meðan svo kallað hlé stendur yfir á viðræðunum. Jón Steindór Valdimarsson formaður Já-Ísland segir þessa ákvörðun ráðherrans sérkennilega. „Okkur finnst þetta vera óvönduð vinnubrögð. Okkur finnst að ráðherrann sé þarna að lítilsvirða hvortveggja vilja Alþingis, hann snýr við vilja Alþingis án þess að bera það undir þingið,“ segir Jón Steindór. Og einnig liggi fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji leiða þetta mál til lykta og greiða atkvæði um framhaldið. Þetta hafi marg sinnis komið fram en samt kjósi ráðherrann að fara aðra leið. Það séu vonbrigði að svo virðist að ekki eigi að standa við loforð um að þjóðin verði spurð um framhald viðræðna. En á Alþingi í gær sagði utanríkisráðherra þetta um málið: „Engar skemmdir hafa verið unnar á einu né neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð. Engu hefur verið slitið. Þannig höfum við staðið að öllu þessu máli í góðri sátt við gagnaðila okkar. Enda bera viðbrögð Evrópusambandsins ekki merki annars en sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu,“ sagði Gunnar Bragi. Jón Steindór segir ráðherra sé þvert á móti að skemma fyrir ferli málsins með framgöngu sinni. Já, það er verið að því. Það er sama hvað hver segir að þá er það nú einu sinni þannig í svona samskiptum að það er til eitthvað sem menn kalla stofnanaminni. Í stofnunum er bara fólk og það fennir mjög fljótt yfir svona hluti,“ segir Jón Steindór. Bæði Evrópusambandið og íslenskt samfélag séu lifandi og því geti hlutirnir breyst hratt. „Þannig að það er algerlega ótvírætt í mínum huga að þarna er verið að skemma fyrir. Hver vika sem líður án þess að þráðurinn sé tekinn upp, skemmir fyrir,“ Það eigi ótvírætt að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið eins og formenn stjórnarflokkanna hafi lofað. „Ég tel að það væri hið eina rétta í stöðunni. Og sennilega væri skynsamlegast í stöðunni að reyna að ná því með næstu sveitarstjórnarkosningum. Það er útgjaldaminnst og tiltölulega stuttur tími þangað til. En í öllu falli verður að útkljá þetta mál á þessu kjörtímabili og því fyrr því betra,“ segir formaður Já-Ísland. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Sjá meira
Formaður Já-Ísland segir utanríkisráðherra skemma fyrir framhaldi evrópuumræðunnar með stefnu sinni og hann sniðgangi Alþingi í málinu. Farsælast væri að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um framhald viðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Samtökin Já-Ísland lýsa miklum vonbrigðum með ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra að leysa upp samninganefnd Ísland um aðild að Evrópusambandinu á meðan svo kallað hlé stendur yfir á viðræðunum. Jón Steindór Valdimarsson formaður Já-Ísland segir þessa ákvörðun ráðherrans sérkennilega. „Okkur finnst þetta vera óvönduð vinnubrögð. Okkur finnst að ráðherrann sé þarna að lítilsvirða hvortveggja vilja Alþingis, hann snýr við vilja Alþingis án þess að bera það undir þingið,“ segir Jón Steindór. Og einnig liggi fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji leiða þetta mál til lykta og greiða atkvæði um framhaldið. Þetta hafi marg sinnis komið fram en samt kjósi ráðherrann að fara aðra leið. Það séu vonbrigði að svo virðist að ekki eigi að standa við loforð um að þjóðin verði spurð um framhald viðræðna. En á Alþingi í gær sagði utanríkisráðherra þetta um málið: „Engar skemmdir hafa verið unnar á einu né neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð. Engu hefur verið slitið. Þannig höfum við staðið að öllu þessu máli í góðri sátt við gagnaðila okkar. Enda bera viðbrögð Evrópusambandsins ekki merki annars en sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu,“ sagði Gunnar Bragi. Jón Steindór segir ráðherra sé þvert á móti að skemma fyrir ferli málsins með framgöngu sinni. Já, það er verið að því. Það er sama hvað hver segir að þá er það nú einu sinni þannig í svona samskiptum að það er til eitthvað sem menn kalla stofnanaminni. Í stofnunum er bara fólk og það fennir mjög fljótt yfir svona hluti,“ segir Jón Steindór. Bæði Evrópusambandið og íslenskt samfélag séu lifandi og því geti hlutirnir breyst hratt. „Þannig að það er algerlega ótvírætt í mínum huga að þarna er verið að skemma fyrir. Hver vika sem líður án þess að þráðurinn sé tekinn upp, skemmir fyrir,“ Það eigi ótvírætt að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið eins og formenn stjórnarflokkanna hafi lofað. „Ég tel að það væri hið eina rétta í stöðunni. Og sennilega væri skynsamlegast í stöðunni að reyna að ná því með næstu sveitarstjórnarkosningum. Það er útgjaldaminnst og tiltölulega stuttur tími þangað til. En í öllu falli verður að útkljá þetta mál á þessu kjörtímabili og því fyrr því betra,“ segir formaður Já-Ísland.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Sjá meira